úff kallt úti í morgun og krílin í kuldagallana

jæja þá er enn einn dagur að kveldi komin,gumpurinn ætlar að pikka inn smá blogg áður en í bólið fer,við fórum að venju á fætur kl að verða sjö og höfðum það notalegt við morgunverðaborðið börnin og bóndinn að borða en mamman fær sér morgunverð kl hálf sjö,svo það verði nú tími til að taka saman það sem þarf á meðan allir aðrir borða en allt saman í róleg heitum,við spyrjum krílin áður en þau fara á leikskólann hvort þau vilji bleyju og Sölvi segir já en tvo síðustu morgna þá vill Bríet ekki bleyju,svo er við erum nýkomin inn á leikskólann og hún er að fara úr gallanum þá segir hún,mamma ég er að pissa Woundering og mjög hissa á svipinn,svo labbar hún inn ganginn í áttina að stofunni sinni svona eins og með tunnu á milli fótanna já bara nokkuð fyndin en við reddum öðrum fötum þar inni og hún fer svo í leik en mamman spjallar aðeins við fósturnar og þær eru bara mjög svo sáttar við hvað hún er dugleg að reyna,

svo var bara að skella sér í Orkubúið og taka þar eina 20 mín æfingu á fjölþjálfann og nokkrar bak og kvið æfingar ásamt teyjum og ekki veitir af að styrkja þann hluta extra vel ásamt fótunum,kem svo heim um kl níu og elda mér dýrdindis hafragraut og fæ mér fjörmjólk og svo allar pillurnar já það er örugglega hægt að vera bara nokkuð mettuð bara af öllum pillunum sagði Guðbjörg systir fyrir stuttu er hún var hjá mér er pillu skammturinn var tekin,og skelli mér í sturtu,þarf að skjótast svo upp í skóla með lyf til Gyðu Dögg og í bakaleiðinni er komið við hjá Ástu frænku,og áttum gott og skemmtilegt spjall um ýmis málefni erum aldrei í vandræðum með umræðuefni Wink fengum okkur góðan kaffibolla með,stefnum að föndurdegi eina helgina með börnunum okkar og það er þegar komin tilhlökkun í húsfreyjuna,

krílin voru sótt kl að verða tólf,jamm síðasti dagurinn sem þau eru sótt á þeim tíma en á morgun lengist dagurinn þeirra um tvo tíma og verður það öruggleg einhver viðbrögð allavega hjá móður þeirra,í dag voru þau í hinum ýmsum leikjum og borðuðu vel eiginlega eru þau nánast síborðandi allan daginn og þá er svo ýmislegt gott í boði,alskonar ávextir,grænmeti,hveitikökur,orkubitar og hafrasmákökur,svo er bara helling að gera hjá þeim,og þau borðuðu vel kvöldmat og í boði var grillaður kjúkklingur með kartöflum sem búið var að rífa smátt niður og skola sterkjuna úr og gufusoðið ásamt gulrótum og ferskt grænmeti með, og voru þau svo sofnuð rúmlega hálf átta,bóndinn fór á æfingu í Orkubúinu og elsta dóttirin las fyrir mömmu sina og var komin í bólið kl níu og steinsofnuð nánast strax,átti líka gott símtal í dag við vinkonu sem býr fyrir austan fjall,það var gott að spjalla við hana og það stittist í að hún kíkir hér í bæ og ætlum við að hittast,hlakka til Smile

í fyrramálið eftir að æfingu er lokið þá ætlar húsfreyjan að skella sér í smá klippingu og litun á Rossini það er nú nauðsynlegt að leifa sér eitthvað öðru hverju,er nýbúin að fara til Hildar í augnbrúnavax og litun,þetta er nú eitt af því fáa sem húsfreyjan gerir reglulega fyrir útlitið ca þriggja mánaða fresti og þetta gerir mikið fyrir sjálfstraustið að hennar mati,en hlakka mikið til morgundagsins Joyful

og í kvöld koma ferðalangarnir aftur til landsins sem fóru til Tenerif , er ekki alveg viss hvernig það er stafað, eftir vikudvöl í 30 stiga hita og sól,það er nú ekki amalegt að skella sér í sólina, það verður gaman að hitta Laugu og Guðbjörgu aftur og hittast í ræktinni á morgnanna,og þess á milli að gera eitthvað skemmtilegt,en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,er alveg að Sleeping 

við heirumst síðar kæru vinir og ættingjar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð systir góð,

Já maður hefði sko ekkert á móti því að fara til heitu landana núna það hefur svo snögg kólnað hér á klakanum en maður er nú ekki íslendingur fyrir ekki neitt.

Sjáumst á morgun á kynninguni kv þín systir

Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 19563

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband