tíminn líður hratt

mikið óskaplega er helgin alltof fljót að líða,það er reyndar alltaf eitthvað að gera hér heima,dagurinn í gær var nokkuð góður og endaði með matarboði hjá teindó og mjög góður grillaður matur,við vorum komin heim um kl átta og krílin fljót að sofna,en bóndinn fór aftur til vinnu en við mæðgurnar voru mjög lúnar og kúrðum uppi í rúmi og lásum saman í smá stund og vorum Sleeping kl tíu,er dagurinn í dag rann upp þá fór bóndinn að vinna,svo húsfreyjan var heima með börnin,og í dag var bakað bæði orkubitakökur og haframjölskökur allt saman mjög gómsæt en þegar bóndinn kom heim í dag eftir ferð austur og með honum fór elsta dóttirin kl rúmlega fjögur þá fórum við í gönguferð í rúmann hálftíma,veðrið mjög gott logn og úði og ilmurinn af trjánum er yndislegur í svona veðri,eftir gönguferðinna þá var eldaður kvölsverður sem saman stóð af kjúkklingakjöti ásamt fullt af grænmeti,pasta,kotasælu og rjóma namm namm, fjölskyldan orðaði vel Joyful

krílin orðin mjög þreytt og voru sofnuð kl að verða átta en óndinn er að fara yfir stærðfræðidæmi með dóttur okkar,hún fer svo að sofa um níu,en litla dóttir okkar er með mikin munnangur hún á það til að naga sig í munninum og er nú munnurinn eitt flakandi sár erum að gera allt sem við getum til að fá hana til að hætta þessu og hún reynir samt að borða og drekka en grætur oft svo er ekki auðvelt að setja munnangursmeðal upp í hana hún neitar en með lagni þá tekst það og hún er með fjólubláann munn Frown og ekki sátt,svo er hún búin að klóra á sér eyrað að innan og þar er líka eitt sár en það má setja þar græðandi krem en mjög varlega,hún er mjög pirruð þessa daganna og við vitum ekki hvað það er sem angrar hana,hún er ekki með eyrnabólgu og eyrnamergurinn kemur út,ekki að fá fleiri tennur,ekki kvefuð,við bara erum búin að hugsa mikið hvað plagar hana,

veit ekki alveg hvað olli því að andlega heilsan fór niður á við um helginna líðan er bara ekki nógu góð,veit ekki alveg afhverju það er kvíði og einhver ólga innra með,vona að jafnvægi komist á sem fyrst,en í fyrramálið þá verður önnur mæling í áskorendakeppninni það er að segja önnur vigtun og það verður fróðlegt að vita hvort eitthvað hefur gerst og svo er bara að halda áfram að æfa og hafa gaman af en á föstudaginn þá lenti húsfreyjan í slæmum meiðslum með hnén í svo kölluðum grafiti bekkjum en æfingin er ekki ný hef oft gert hana og vorum við í tíma hjá Ásdísi en húsfreyjan misti tak á handfangi með þeim afleiðingum að rassinn lagðist alveg aftur á hæla og brak og brestir komu á hnén,hef ekki getað set hæla að rassi lengi vegna meiðsla og verkja vanda mála en hellings sársauki kom og sem betur fer þá var Ásdís við bekkinn en hún passar vel upp á að æfingar eru við hæfi og hún kom strax til hjálpar og gerðar voru viðeigandi ráðstafanir,við sátum svo þó nokkra stund og spjölluðum saman eftir tímann en ég komst svo heim um kl tíu og tók inn verkja og bólgueiðandi töflur,setti líka kælispray og kúrði undir teppi og sofnaði fram að hádegi,er ennþá að finna til en er betri,vona nú að æklunarlæknirinn fari nú að oða mig í skoðun og viðtal vegna aðgerarinnar,

en jæja ætli það sé ekki komin tími á að slútta þessu loggi í kvöld ætla að hotfa á skjá einn og koma mér svo í bólið,hafið það sem allra best og njótið nýrar vinnu viku,

kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

222 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband