26.9.2008 | 21:29
það er nú ......
ekki í anda gumpsins að gefast upp,er búin að vera að blogga en ekki verið hægt að vista eða birta en ætla að gera aftur tilraun hér á bæ gengur allt sinn vanagang ekki verið meira um veikindi allir hraustir og svo er bara nokkuð mikið að gera hjá okkur eða krílunum,það að hætta með bleyju er bara nóg að gera og bæta við fullt af koppaferðum með öllum hinum hlaupaferðunum um heimilið,og það kemur nú fyrir að þau pissa bara niður og segja þá Ó NEI mamma svo kemur upp
jamm svona svipur,í vikunni sem er að líða þá hafa krílin farið í fimmleika og það er alveg frábært þau njóta þess í botn og að sjálfsögðu þá er ekkert verið neitt að stoppa bara að demba sér í það sem er í boði þessar fjörtíu mín sem tíminn er,þau hafa farið í tvo tíma já það er á mið og fim dögum seinnipartinn en þá er sá tími sem þau eru orðin nokkuð þreitt en þau láta það ekki á sig fá,
já svo er um að gera að nota tækifærið og auglýsa Avon kynningu hér heima næstkomandi fimmtudagskvöld og eru allir velkomnir að kíkja og ekki væri verra að þið sem hafið áhuga að senda smá klausu og láta vita eftir þessa færslu,það er að segja ef hún birtist
það gengur bara vel að æfa í Orkubúinu og það eru að verða komnar tvær vikur af tólf í áskorendakeppninni og hefur gumpurinn mætt sex daga vikunar en það er aðalega áskorun á sjálfa sig að koma sér af stað og hitta fólk og æfa með öðrum og auðvitað að koma sér í betra form en það eru góðar leiðbeiningar sem Ásdís gefur og ekki er farið í þær æfingar sem reyna á hné og bak nema að þær séu mjög léttar og sársaukalausar,
gumpurinn hefur afskaplega gaman af að lesa og á smá safn góðra bóka og svo er bókasafnið heimsótt öðru hverju,er einmitt að lesa mjög áhugaverða bók sem sálarrannsókna félag Reykjavíkur gaf út fyrir sex árum hef reyndar alltaf haft mikin áhuga á dulrænum fyrirbærum hef farið á nokkra fundi og nánast alltaf verið sátt eftir þær stundir,en langar að fara að kíkja á fund,fór síðast fyrir tæpum tveimur árum,hef í gegnum mitt líf fundið fyrir ýmsu og einnig dreymt drauma sem tákna eitthvað sem á eftir að rætast,það getur verið afar óþægilegt eða vellíðan að finna fyrir eða sjá það sem er ekki í okkar lífi en vill samt ekki missa þennan hæfileika sem hefur gefið mikið fyrir líðan mína,það er sagt að flest börn finni fyrir dulrænum fyrirbærum og það eldist af þeim við fjögra eða fimm ára aldur en elsta dóttir mín virðist hafa þennan hæfileika og talar alltaf um ef hún verður var við dulrænt,í fyrstu var hún mjög hrædd en vildi samt ekki missa af þessu og í dag er hún sátt við það sem hún verður var við bæði í draumi og í vöku,ég fékk vitneskju um þessa hæfileika hennar og mína á miðilsfundi fyrir mörgum árum það er að segja fyrst um mín hæfileika en stuttu eftir að dóttir mín fæddist var mér tjáð þetta á fundi og að við ættum ekkert að hafa áhyggjur af þessu,daman mun spjara sig mjög vel í framtíðinni og mun vegna vel,það er mjög gott að fara á þessa fundi það gefur manni alveg óskaplega mikið
það gefur manni líka mikið að fá símtal eða heimsókn frá góðri vinkonu fékk einmitt símtal frá vinkonu sem býr mjög langt í burtu og er hún hringdi þá var gumpurinn búin að fara í ræktina,koma svo heim og fá sér morgunmat nr tvö,fara í sturtu,vaska upp,setja í þvottavél,skúra eldhús,hol og stofu,setja hreint utan um rúmföt barnanna og var að brjóta saman þvott,hún spurði hvernig í ósköpunum ég gæti þetta og ekki komið hádegi,þetta er bara vani að gera eitthvað á morgnanna þegar engin væri heima,svo er það versta sem gæti komið fyrir mig að það er aðgerðaleysi og ef það er ekkert sem ég gæti gert hér heima eða er búin mjög snemma að þá er bara að koma sér út,jamm svo er nú það
helgin framundan og við fjölskyldan vonumst eftir samveru stund en bóndinn verður að vinna á morgun veit ekki hve lengi en sunnudagurinn er reynt að hafa sem mest heima við og njóta þess að vera saman,vonum að veðrið verði gott svo hægt sé að fara í gönguferð eða á leikvöllinn,en jæja þá er bara að kveðja og gera tilraun með að vista og birta,farið vel með ykkur og hafið það sem allra best
til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.