16.9.2008 | 21:32
svona er lífið þess daganna hjá okkur
þetta eru nú meiri dagarnir gubbupestin er kraftmeiri og nú í dag þá urðu Gyða Dögg og bóndinn fyrir barðinu á pestinni og þessi pest er víst mjög slæm og segir bóndinn að hann hafi ekki orðið svona veikur áður,en Sölvi Örn fór í leikskólann í morgun,hann hefur ekki gubbað mikið og sloppið við hita en mjög slappur,og ennþá hafa Bríet Anna og húsfreyjan sloppið en einhvernvegin þá er tilfinningin þannig að það er bara spurning hvenar en ekki hvort við byrjum líka,
er loksins búin að skrá mig í áskorendakeppnina náði loks á Ásdísi í síma í gær og var gott aða tala við hana og áttum nokkuð langt símtal,svo var fundur í Orkubúinu í gærkveldi vegna keppninnar og fengum við möppu með æfingaáætlun,ráðleggingar vegna matar og verða þrjár mælingar þessar 12 vikur sem keppnin verður og allt skráð í möppuna nema síðasta mælingin,og í morgun kl að verða sjö þá stormaði húsfreyjan í Orkubúið og fékk mælingu og viktun og það kom betur út en húsfreyjan þorði að vona svo var frjálst að láta taka af sér mynd og verður það gert um leið og Ásdís kemur með myndavélina,svo var fyrsta æfingin rúmlega átta og þá var 20 mín þolþjálfun og teyjur í lokin og þrisvar í viku er sú þjálfun og þrisvar í viku er styrktar þjálfun og þá er frjálst hvort við mætum í tíma eða lyftum í salnum,og við vorum hvött til að halda matardagbók og okkur er frjálst hversu mikið við skrifum og líka hvort við skilum inn matardagbók,eins að gera áætlanir um æfingar vikunar og skrifa þær inn á þar til gerðum blöðum í möppunni,
við eigum líka að skrifa niður markmið og hvernig við ætlum að ná þeim og áttum svo að sýna Ásdísi,það er mikil tilhlökkun og fyrsti dagurinn hefur gengið vel,hlakka til að fara í tíma í fyrramálið það er að segja ef húsfreyjan kemst fyrir
á laugardagskvöldið áttum við Kristín systir notalega stund,spjölluðum heilmikið og fengum okkur kakó og súkkulaði það var löngu komin tími fannst okkur fyrir okkar tíma saman og fórum við að sofa kl rúmlega tólf,hún gisti hjá okkur og hafði það bara fínt í stofusófanum,skírnaveisla á sunnudeginum sem var bara fín,við stoppuðum ekki lengi en kíktum svo í bæinn í afmælisveislu þar og þar var líka stoppað stutt,Sölvi Örn lá bara í mömmu sinnar fangi ekkert ergilegur en slappur og við drifum okkur heim eftir klukkutíma stopp,það var líka gott að koma heim,krílin róleg og sofnuðu rúmlega sjö,bóndinn fór í smá vinnu og bara leti yfir elstu dótturinni og mömmu hennar,
foreldrafundur var hjá 4 bekkingum kl hálf sex í dag og var frekar léleg mæting en svona fundir eru nauðsynlegir gott að vita námsefnið í vetur og svo var kynnt fyrir okkur Skjólið en það er frábær hugmynd sem allir nemendurnir geta notið þess að koma þar inn og átt góða stund,kíktum á námsbækur og spjölluðum við kennarana en í morgun þá hittum við Gyða Dögg okkar kennara að frumkvæði okkar foreldranna,það var gott að getað komið því á framfæri það sem angraði Gyðu Dögg ,en mikil vanlíðan magaverkir og höfuðverkur sem einkennir hennar migreni það þarf oft lítið áreiti til að koma þessu af stað bæði inni í skólastofunni og í útiverunni,og það hefur kennarinn vitað og erum við í góðu sambandi,
ætla að láta þetta duga í kvöld,er orðin nokkuð lúin ætla að fá mér te með calm fyrir svefninn,á svo sem ekki von á miklum svefn í nótt,bæði er það veðrið sem lemur látlaust á glugganna og svo er bóndinn mikið á ferðinni milli tveggja herbergja en elsta dóttirin vildi sofa í stofunni svo litla systir vakni ekki við gubbulætin eins og hún orðaði það,hún er ekki með niðurgang sem betur fer segir hún en ekki er pabbi hennar svo heppinn hann fékk allann pakkann,vonandi er þessi pest ekki lengi að ganga yfir en vitum að það fylgir mikil slappleiki og það tekur tíma að ná sér
en jæja góða nótt og vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð systir já þessi gubbupest er ekki sem best vonandi batnar ykkur sem fyrst
Knús og Kossar Helga
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:58
Já og á meðan ég man KLUKK farðu á bloggið mitt þá veistu hvað ég meina
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.