systurnar sofa vel saman,og gubbupest gerði innrás hér

bara rólegheit á heimilinu,allt gengur vel og Bríet Anna mjög ánægð í nýja herberginu og stóra systir hennar segir að hún þurfi að vera hjá litlu systur á meðan hún sé að venjast herberginu Heart það er nú voða sætt af henni og hún er ekkert að stressa sig yfir því að hennar herbergi sé ekki tilbúið en veit að það kemur fljótlega,og sofa þær vel saman og ekki er verra að það séu tvö herbergi til að leika sér í sem sagt bara gaman hjá krílunum,og það bættist við dúkku kerru safnið,tvær frænkur sem búa á móti okkur komu með eina litla regnhlífa kerru til Bríetar og þá er voða gaman hjá Sölva og Bríeti að það séu tvær svona kerrur og ekki þarf að rífast um hver á að hafa kerruna núna,og við þökkum kærlega fyrir kerru viðbótina Smile

það er enn að bætast við afmælisveislur þessa mánaðar og við fengum afmælisboð til einnar frænku í bænum hún á níu ára afmæli næsta sunnudag og þá eru tvær veislur þann daginn, fyrst skírn kl ellefu að morgni og veisla strax þar á eftir þá smá pása og veisla kl þrjú í bænum,já það eru alltaf einhver veisluhöld árið um kring,það eru jól og páskar sumar og sumarfrí haust og vetur og alskonar veislur á milli og næstu helgi eftir næstu viku þá er fertugs afmæli hjá vini okkar,úff brjál að gera já og afmælisgjafir en sem betur fer þá reddast nú þetta alltaf og það er nú alltaf fjör í þessum veislum og nammi namm góðar veitingar Joyful

dagurinn í gær var bara góður hér á bæ, krílin tóku reyndar ekki sinn lúr eru alltaf að minka það að sofa á daginn en léku sér án teljandi vandræða og slagsmála sem stundum er, mamman hafði eiginlega ekki undan að skera niður ávexti og grænmeti ásamt að rista brauð og búta niður harðfisk,kannski ekkert skrítið að þau þurfi alltaf að vera borðandi það er mikið um að vera hjá þeim,en þegar kvöldmatur var að nálgast mamman búin að steikja kjötbollur og koma þeim í ofninn og karteflur komnar í pott þá Sick jamm gubbaði Sölvi og ætlaði aldrei að hætta kannski ekkert skrítið miðað við það sem hann hafði innbirt yfir daginn,sem betur fer þá var bóndinn að koma heim og keifti getoreit drykk sem á að vera stemmandi en hann ældi öllu svo þegar kom að svefn tíma eftir kvöldmat það borðuðu bara foreldrarnir og yngsta daman en sú elsta var að koma úr afmæli vinar sýns,þá fór litla daman í sitt rúm án teljandi vandræða því hún sá að bróðir sinn var ennþá kúrandi í stofusófanum en spáði samt aðeins af hverju hann væri þar,en allt fór nú þetta vel og Sölvi kúrði í pabba fangi og sofnaði þar en vaknaði öðru hvoru og gubbaði lítið,

svo var búið að bjóða gumpinum á Avon kynningu hjá Eygló og rétt náði að henda sér í sturtu og koma sér á staðin og fullt af stelpum og konum,já fullt hús margt í boði og spjallað og upp úr kl tíu þá var komin tími á heim ferð og lúin gumpur kom sér vel fyrir í stofu sófanum,Sölvi hafði aðeins gubbað á meðan en var svo færður í sitt rúm sem búið var að plasta í bak og fyrir og til vonar og vara þá var líka búið að plasta rúm litlu systur hans,upp úr miðnæti þá var komin tími á svefn en ekki svaf gumpurinn mikið en allir aðrir gerðu það og meira að segja lasni strákurinn og í morgun þá var hann nokkuð hress,fékk sér volga mjólk í pela og var höfð skál ef allt kæmi nú upp úr honum aftur en nei ekkert gerðist en hann er nú heima að kúra en systir hans fór í leikskólann en samt ekkert voða sátt vildi hafa Sölva sinn hjá sér Crying en var orðin nokkuð sátt þegar það var tekið á móti henni

en núna þá er bara allt í rólegheitunum Sölvi hefur ekkert gubbað ennþá og er búin að fá sér suðusúkkulaði og smá vatn hann bara kúrir með sæng,kisu,bangsa og snuddu og bara vel sáttur er ekki með hita,en það bíða eldhúsverk og morgunmatur gumpsins svo það er víst komin tími á að ljúka þessu,en í dag þá kemur litla systir í heimsókn að vestan og er að fjárfesta í litlum og sparneitum bíl.ætla gumpurinn að aðstoða hana við það og hlökkum við hér á bæ óskaplega mikið til að sjá og hitta hana Joyful

en keðja til ykkar og hafið það nú gott um helgina hvað svo sem þið gerið, njótið þess að vera saman  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

158 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband