5.9.2008 | 21:07
dagarnir líða mjög hratt
jæja þá er enn ein vikan að verða búin og helgin að bresta á og að venju þá látum við okkur ekki leiðast,og njótum þess að bralla ýmislegt bæði innandyra og utandyra,það er verið að taka í gegn í rólegheitum herbergi sem elsta dóttirin er í og brátt flytur yngsta dóttirin þar inn og fyrst um sinn verða þær þar saman þar til hitt herbergið verður tilbúið,og krílin eru voða dugleg stundum of dugleg við að hjálpa til við til tektina og sortera dót og sem betur fer þá er ruslapokinn sem verið er að henda í úr herberginu skoðaður vandlega áður en hann fer í tunnuna,þar hefur nú ýmislegt farið í sem á að fara annað og elsta dóttirin hefði fellt mörg
tár ef ekki er allt athugað vandlega,og öll hjálp tekin með mestu rólegheitum annað væri nú ekki hægt það er bara gaman að sjá hvað þau eru dugleg og áhugasöm,já það er búið að mála gluggann og gluggakistuna og lítur vel út,taka niður eitthvað af hillum og spasla þar og teipa á sumum stöðum,svo er stefnan að byrja að mála á morgunn það er nú ekki mikið en bara að lappa aðeins upp og nota nánast sama litinn,
stefnt er á bæjarferð um helgina,það þarf að kaupa eina gardínu stöng inn í herbergið og svo á að koma við í Intersport og fá innanhússkó fyrir elstu dótturina og fyrir bóndann en í þessari búð þá er vaskurinn af öllum skóm þar um helgina svo það er um að gera að láta vaða,svo þarf dóttirin að fá ný sundföt og það er saga á bak við það ætla að láta hana flakka með,
eftir sundtímann á miðvikudaginn þá kemur daman með þau skilaboð frá sundkennaranum að ef hún kæmi aftur í sund í þessum strandfötum þá færi hún ekki í sund og fengi skróp,við hjónin voru nú ekkert ánægð með þessa aðferð samskifta sem sundkennarinn hefur svo í gærmorgun þá fór móðirin upp í skóla og náði tali af umsjónakennaranum og sagði frá skilaboðunum og hún var hissa og fórum við yfir reglurnar sem fylgdu með stundatöflunni og sáum að þar er ekki getið til um ákveðin sundfatnað,svo það var ákveðið að móðirin færi og spjallaði við sundkennarann sem fannst eftir nokkra leit,nú hann var nokkur hvass og sagði að þetta væri ekki sundföt heldur strandföt en móðirin stóð fast á sínu að þegar þau voru keift þá voru þau í sundfatadeildinni en það væri nú ekkert mál að fá réttann sundfatnað fyrir dótturina en þessi samskiftaleið væri ekki vel liðin og að það væri nú í lagi að hafa samband með öðrum hætti og það væri nú óþarfi að skrifa skróp án þess að gefa tæifæri og vitnaði í reglurnar,þá dró aðeins úr hvassa tóninum og sagðist hafa aðeins verið að grínast við stelpuna,en móðirin sagði að dóttirin hefði tekið þetta mjög nærri sér og vildi ekki koma í sund,og að það væri skilaboð frá umsjónakennaranum að sundkennarinn ætti að útbúa skilaboð sem færi með skilaboðum krakkanna í möppunni,já hann ætlaði að græja það sem allra fyrst,
jamm svona fór hluti af gærmorgninum en stolt móðir og ánægð með að getað drifið þetta af og hafað þorað að tala við sundkennarann,því vegna fólksfælni og litla traustið til sjálfsýns er enn að hrjá gumpinn en líðan var ekki góð á meðan samtalið átti sér stað en þetta reddaðist að lokum svo var kíkt í smá heimsókn til pabba og Eygló og tekið smá spjall og kaffisopi,og allt í einu var að koma hádegi og krílin sótt og þau voru ekki lengi að sofna og sváfu vel,þeirra beið svo full skál af blönduðum ávöxtum þegar þau vöknuðu og voru þau ekki lengi að tæma skálina og báðu um ábót,kíktum í gönguferð og svo kom Anna María til að passa þau hér heima vegna þess að mamma þeirra fór á foreldrafund í leikskólanum frá hálf sex en sá fundur var fróðlegur en ekki mikið af foreldrum sem er ekki alveg nógu gott því það var rætt um málefni sem auðvitað foreldrar þurfa að hlusta á en góður fundur svo var boðið upp á súpu og brauð en gumpurinn var að komast út undir bert loft henni leið ekki vel og á erfitt með að vera innan um fólk vegna þessa sjúkdóms en það segir læknirinn að fólksfælni sé sjúkdúmur sem er allt of oft miskilin og það bara verður að upplýsa fólk um hann það sé áríðandi,en ok með það er heim var komið um hálf sjö þá var bóndinn komin heim en frænka vildi halda áfram að leika við krílin og var til sjö,
krílin orðin þreitt og voru fljót að sofna eftir mat og tannburstunn,bóndinn fór á æfingu og dóttirin úti til átta,svo var beðið eftir skemmtilegri dagskrá á skjá einum, House komin aftur eftir frí og það er nokkuð góð þáttaröð,svo var svefninn á dagskrá en hefði mátt vera betri,en við vorum svo vöknuð um hálf sjö og bóndinn farin á heræfingu hjá Orkubúinu kl sex úff þar er víst hörkupúl þar á æfingum,eftir að krílin og dóttirin og bóndinn höfðu yfirgefið heimilið þá var aðeins tekið til hendinni hér heima svona það vanalega,sett í þvottavélar,vaskað upp,þvottur tekin af snúru og brotinn saman,búið um rúm,gluggar opnaðir betur,nafnamerkt útiföt sem er verið að taka í notkun já og morgunmatur gumpsins hafragrautur eldaður með gömlu aðferðinni hef verið að prófa mig áfram með ýmislegt að setja út á grautinn og það má nefna,rúsínur,kanill,alskonar ávextir bæði ferskir og þurkaðir og svo músli og þetta er allt saman voða gott,
þá var kl bara að ganga ellefu og fréttablaðið lesið með kaffosopa og látið sér líða vel,við tókum svo göngu í dag til Guðbjargar systur og komum við í búðinni það vantaði aðeins í kvöldmatinn og aftur til systur í kaffi og svo um kl fimm þá var haldið heim á leið ásamt frænku sem langaði að passa krílin í smástund á leikskólanum og notaði gumpurinn tækifæri og eldaði kvöldmatinn sem var aðeins í fyrra lagi kl sex,og ætla að láta uppskriftina fylgja af þessari dásamlega kvöldmat.
þrjár kjúkklingabringur skorið í litla bita og steikt á pönnu bætið svo út í eina fernu af matreiðslu rjóma,Tikka Masala curri paste í krukku það á að setja ca fjórar matskeiðar eða meira bara eftir hversu bragðmikið það á að vera,ferskt eða frosið blandað grænmeti,grænmetisteningur tvö stk og pasta þetta látið malla þar til pastað er orðið mjúkt það þarf stundum að þykkja sósuna svo ég set rismjöl í það ekki mikið,hitið brauð í ofni og berið fram með kjúkklingaréttinum og þetta er alveg svakalega góð máltíð
nú eru krílin sofandi og bóndinn búin að fara á fótboltaæfingu,elsta dóttirinn kemur inn kl níu og eigum von á að leggjast til svefns upp úr kl ellefu,það verður vinna hjá bóndanum um helgina svo það verður ekki farið til Keflavíkur,við höfum reyndar ekki verið að fara á ljósanætur undanfarin ár,en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,farið varlega um helgina og skemmtið ykkur vel saman þið sem farið á ljósanætur já og við hin líka sem verðum bara heima,
til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.