yndisleg helgi afstaðin

´hér á bæ er bara allt gott að frétta,erum búin að hafa það notalegt um helgina,skemtilegt afmæli hjá vinkonu okkar á laugardaginn og var boðið upp á góða súpu með brauði og pesto svo var afmæliskaka og karmellu rice krispis möffins,og heita rétti, allt voða gott Joyful fengum nesti með okkur heim handa bóndanum sem komst ekki í veisluna,hann var í bænum ásamt fleirum úr björgunarsveitinni þeir fóru snemma á laugardagsmorgunn á bátnum og fóru einhverjar ferðir með fólk um Reykjavíkurhöfn en komu svo heim kl að verða níu um kvöldið,það voru næturgestir hjá okkur þetta kvöld,Anna María og Bjarni Sævar vildu endilega fá að gista og það var nú lítið mál þau komu með vindsæng með sér en pumpan var í láni svo bóndinn var sendur upp a loft en fann hvorki tangur né tetur af pumpu eða vindsængum sem við áttum að eiga en semsagt týnt og tröllum gefið Frown svo við urðum þá að blása í sængina hún er ein og hálf breydd og það þarf nú slatta af lofti í svoleiðis sæng og við blésum og blésum og eftir þó nokkra stund var sængin prófuð og stóðst leguprófið sem börnin framkvæmdu og búið um í snatri svo var kíkt á mynd sem þau komu með sér og skemmtum við okkur vel,börnin sofnuð um kl hálf ellefu,þau eldri sko en yngstu voru sofnuð um kl átta,

sunnudagurinn tekin snemma að venju en krílin eru nú farin að geta sofið til kl að verða sjö og það er voða gott,skemmtileg heit tók við krílunum þegar eldri börnin vöknuðu um kl átta þá var tekinn leikur og við foreldrarnir fengum að kúra til kl að verða tíu og það er mikill lúxus í dag bara æðislegt að geta farið aftur upp í rúm og dormað aðeins Smile svo vildu eldri börnin endilega fara með krílin út á leikskólann rúmlega tíu ég er að segja það bara þennan eina morgun þá var þvílíkt dekur eitthvað sem við nutum í botn,auðvitað er gaman aða vera með börnunum sínum og verja tíma með þeim en það er líka alveg bráðnauðsynlegt að geta dekrað aðeins við sig, aukabörnin voru hjá okkur fram eftir degi og höfðum við það bara fínt öll saman eftir hádegi,krílin vildu ekki taka sinn lúr þá var bara farið í leiki og svo um kl fimm þá tókum við rölt til Pabba og Eygló í kaffi og börnin í útileik og svo innileik,komum heim rúmlega sex og krílin í bað vona til að skla mesta sandin af sér og kvöldmaturinn var nú ekkert voða merkilegur en góður var hann,skyr og slátur sem fór bara vel í heimilisfólkið,krílin svo sofnuð kl sjö og sváfu í 12 tíma já þau voru orðin frekar þreytt og vöknuðu ekki fyrr en sjö í morgunn W00t mjög hress,frúin bakaði svo eplakökuna sem uppskrift er af hér aðeins framar og í staðin fyrir aprikósurnar þá var sett blanda af berjum vá þvílíkt hnossgæti svakalega góð kakan,þið ættuð bara að prófa,

gærkvöldið var aðeins notað til að ríma betur til í herbergi Gyðu Daggar,rúmið hennar fært til og fleira dót pakkað í glæra kassa,það á eftir að flokka eitthvað til en það verður gert í vikunni,í morgunn þegar öll börnin voru farin að heimann,þá var aðeins tekið til hendinni hér sett í þvottavél og vaskað upp,eldhús skúrað og svo kl níu þá skelltum við okkur ég og Guðbjörg í sólina Cool og tókum svo heimókn til Pabba og Eygló,Kristín Bessa og Jói voru þar þau komu í gærkveldi og voru að skella sér til sólarlanda í viku og var yndislegt að knúsa hana og gáfum við henni pening sem er afmælisgjöf hennar og var það vel þegið fyrir gjaldeyrir,svo stuttu seinna voru þau keyrð á völlinn ,pabbi sá um það en við sátum eftir í kaffi hjá frúnni þar á bæ og ræddum ýmis mál ,

dreif mig heim kl ellefu og heingdi upp úr þvotta vél og setti í aðra fór svo upp í skóla og ræddi við Magneu kennara og bað um smá frí í fyrra málið fyrir dóttur okkar,hún er að fara í eftirlit hjá tannlæknir í bænum og á að mæta 8,20 já mjög snemma svo bóndinn fær það hlutverk að fara með hana en frúin kemur krílum í leikskólann,en dóttirin fer svo í skólann þegar hún kemur heim eigum von á að tannlæknaheimsókninn taki stuttann tíma eins og vanalega,það hefur aldrei verið gert við tennur í henni og erum við heppin hvað það varðar enda er vel tekið á hollu og góðu fæði hér ásamt mjög takmarkað af sætindum og svo regluleg tannburstun,sama með krílin þau hafa ekki ennþá fengið sætindi og gos og það styttist í fyrstu heimsókn til tannlæknis,fáum að vita það á morgun hvenar sú heimsókn verður,en þessi tannlæknir er barnatannlæknir og er bara frábær Joyful

nú í dag var verslað málning í herbergið sem er verið að umturna,herbergi sem verður herbergi Bríetar,hrimhvítt verður málað þar sem er hvítt en ljósbleiki liturinn fær að halda sig eitthvað,það þarf bara að flikka aðeins upp á hvíta litinn,og er ætlunin að byrja aðeins í fyrramálið bara í rólagheitum,en jæja ætla að láta þetta gott heita í kvöld,er orðin nokkð lúin og ætla að koma mér betur fyrir og bíða eftir elstu dótturinni seme er á leið heim en bóndinn er ennþá að vinna síðan kl sex í morgunn,bið að heilsa ykkur þar til næst,farið vel með ykkur og njótið lífsins InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

díses kræst segi ég bara á góðri ÍSLENSKU hehe það er naumast að það gerist mikið hjá ykkur á einni helgi..maður hefur bara aldrei spáð í smáatriðin..þau eru nú bara slatti mörg sko...

ég er að koma í kaffi núna...til að taka út gluggana hahah síja 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 3.9.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

158 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband