29.8.2008 | 22:53
umræðuefni um allt milli himins og jarðar
fyrsta skólavika afstaðin og daman mjög ánægð og hlakkar til að mæta eftir helgi það má segja að fyrsta haustlægðin hafi ætt hressilega inn á okkar land með látum og s,l. nótt þá svaf gumpurinn frekar lítið það eru einhver teingsl á milli djúpra lægðar og gigtar þegar loftþristingurinn breytist þá versnar líðan og verkirinir héldu bara vöku svo að þegar búið var að koma börnum í skóla og leikskóla,bóndinn fór að vinna hálf sex í morgun og er enn að vinna annar morguninn í röð,þá lagðist gumpurinn í bólið eftir góðan morgunmat ásamt vitamín,lýsi og önnur lyf,já og fréttablaðinu flett aðeins og kl var rúmlega hálf tíu og dormaði til hálf tólf en því miður þá skánaði lítið líðan en það þýðir ekkert vol og væl það bíða eftir húsverk sem þarf að sinna að einhverju leiti,
krílin sótt á leikskólann og voru fljót að sofna sinn lúr og voru úthvíld og full af orku eftir lúrinn þá tók við hressilegt ávaxtaát ásamt fjörugum leikjum það sem eftir var dagsins ekki var hægt að stunda útiveru í dag svo þá var bara að skapa eitthvað skemmtilegt og við eru ekki í vandræðum með það,að búia til völundarhús er með því skemmtilegra sem krílin gera þá strengjum við snúrispotta milli hurðahúna og stóla og hengjum teppi og lök með klemmum og reynum að hafa sem mest af krókaleiðum og svo er gaman að fara í feluleik í völundarhúsinu
bóndinn komst heim í dag um kl fimm og var honum fagnað vel og fullt af kossum og knúsum,frúnni var boðið að taka smá innkaup í búðina og var gott að komast út,hitti þar Guðbjörgu systur og Sigríði frænku skemmtilegt spjall og alltaf hægt að spjalla en í gærkveldi þá kom Sigríður í heimsókn og notalegt spjall í eldhúsinu til rúmlega tíu,frúin dreif sig svo heim,krílin í góðum leik en vildu fara í bað og var það nú lítið mál og skemmtu þau sér vel og á meðan þá var kvöldmatur undirbúin, grillaðir kjúkklingabitar á rafmagnspönnu ásamt brúnum hrísgrjónum,fersku grænmeti og tómatsósa allt voða gott,
svo tók við lúsaleit en það er reglulega gert á þessu heimili og þegar skólinn er byrjaður þá er þessi leit gerð vikulega og er það nú lítið mál erum orðin vön að gera þetta og aðferðin auðveld,eftir að lúsin stakk sér niður á okkar heimili um páskanna í fyrra þá var ekkert grín að eiga við þennan vágest sem í fyrsta skifti gerði lífið leitt hjá húsfreyju úff því ekki vildi lúsin úr hennar hári og eftir tvær vikur þrisvar á dag kemd og farið eftir öllu í sambandi við að losna við þennan leiðinda vágest og hún ein eftir með lúsina þá var gripið til gamalla húsráðs jamm steinolía í hárið og baðað vel og látið liggja í dágóða stund og það virkaði allt drapst í hárinu og í staðin var sviðin haus eftir steinolíuna en lúsaleit reglulega eftir þessa reynslu
jamm nú krílin sofnuð um kl átta og bóndinn í vinnu en hann var að koma heim nokkuð þreyttur en þarf á morgun að sigla björgunarbátnum til Reykjavíkur ásamt fleirum en þeir taka þátt í einhverri sýningu og sigla með valdamikla menn og sýna bátinn en sigla svo aftur heim þetta mun taka dágóðan tíma og reikna með að koma heim annað kvöld,en við sem verðum heima þá verður nú engin asi á okkur,vonumst til að komast í smá útiveru fyrir hádegi og eftir lúrinn þá förum við í afmæli hjá Anítu vinkonu okkar og hlakkar okkur mikið til
börn eru gumpsins ávalt hugleikin og eitt af áhyggju málum er að þegar foreldrar eru svo kærulausir að láta þau vera laus í bílum sama hversu bílferðin er stutt eða löng það á að sjálfsögðu ALLTAF að setja börn í viðeigandi stóla og binda þau,hef alltof oft seð laus börn í bílum bæði í framsæti og aftursæti,var eitt sinn vitni af því á leikskólanum að deildarstjóri þar nefndi það við föður drengs sem kom ávalt laus í bíl að það væri lögum samkvæmt að allir ættu að vera í beltum líka börn en konunni var sagt að henni kæmi þetta ekki við og með hörðum tón,hef nokkrum sinnum sem sama bílinn á ferð og alltaf eru laus börn í honum,hef meira að segja látið lögreglu vita og veit að það var gert á leikskólanum,en við vitum öll hvernig löggæslumálum er háttað í okkar annars ágæta bæ,en hvernig er það nú aftur vitið þið eitthvað hvort breytingar eru á dagskrá ?
það er svo margt að gerast í okkar bæ og öll vitum við að lögæslan þarf að vera til taks allann sólahringinn hér í bænum ekki að þurfa að hringja milli vonar og ótta og svo er bara happað og glattað hvort gæslan muni koma,það er líka nauðsynlegt að hafa nágrannagæslu hef smá reynslu af því ásamt Ástu frænku en við höfum fylgst með húsum okkar þegar engin er heima,það væri nú ekki vitlaust að koma grannagæslu af stað,hef seð það í fréttum þegar hverfi taka sig til og setja upp merki sem tilkynna það að hér sé nágrannagæsla,jamm það þarf að athuga betur
í dag átti gumpurinn notalegt símtal við Kristínu Bessu,reyndar heyrumst við þó nokkuð oft í síma og var hún að venju hress og hlakkaði til utanlandsferðina með kærasta og fjölskyldu hans og fara þau af landi brott næsta mánudag,ég bauð henni að gista hjá okkur ef hún kæmi á undan kærastanum honum Jóa og ætlaði hún að athuga málið en tók vel í það,okkur langar að hittast og eiga stund saman en það er alltof sjaldan sem sá tími gefst okkur en sá tími nýtist vel þegar við hittumst,milli okkar eru góð og afarmikilvæg tengsl
hugmyndin sem gumpurinn kom með ekki fyrir svo löngu að systur,makar,börn ásamt pabba og Eygló og Sigga,að við ættum endilega að hittast svona til að efla fjölskylduteingslin að henni hefur verið vel tekið og er ætlunin að hittast 12 des n,k.n þá eru fimm ár frá því er mamma lést og meðal umræða þar þá er á dagskrá að fá leggsteinn á leiðið hennar og færa henni hann í maí á næsta ári og svo á að hittast reglulega og gera vel við okkur með mat og skemmtilegheitum hlakka alveg rosalega mikið til
en jæja ætli þetta sé ekki orðið nokkuð gott af bloggi í kvöld,það var gott að getað deilt þessu með ykkur og mikilvægt fyrir gumpinn að getað tjáð sig einhvernvegin bætir það líðan en jæja hafið það sem allra best vinir og ættingjar njótið helgarinnar saman njótið stundarinnar saman eða ein ef það er betra já njótið lífsins það er yndislegt
bestu kveðjur til ykkar allra
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já guð ég man sko eftir þessum leik það var ekkert smá gaman þegar maður var lítil og áhyggjulaus.
XOXO
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.