26.8.2008 | 09:16
það munar um aðeins lengur svefn á morgnanna
góðan daginn,morgunblogg í dag krílin eru farin að sofa lengur á morgnanna og við vorum ræst kl að verða sjö í morgun,það er voða notalegt að sofa aðeins lengur og munar um klukkutíma og sérstaklaega þegar nætursvefninn er ekki alveg upp á sitt besta,fyrsti skóladagur elstu dótturinnar afstaðin og hún vel sátt við daginn vinur hennar hann Sverrir kom með henni heim og áttu þau góðan leika saman heima með Jógvan í spilaranum,en Sverrir var nú samt beðin um að hringja heim til sín og láta vita af sér einhvernveginn hefur það þótt sjálfsagt að þegar börn koma hingað að þau séu látin vita af sér,okkur foreldrunum finnst það betra og það eru örugglega fleiri foreldrar sem eru á sama máli um það,
nú húsfreyjan fór í gönguferð með krílin og kom við hjá Guðbjörgu systur og héldum gönguferðinni áfram,tókum svo kaffipásu heima hjá systur eftir gönguna og áður en heim var haldið og krílin fengu brauð og útileikföng með sér,og voru þau sátt við það,við áttum von á afa og ömmu í heimsókn og komu þau um kvöldmatarleitið svo krílin náðu að hitta þau fyrir svefninn,
Guðbjörg stefndi á heimsókn núna í mogunsárið og er verið að bíða eftir henni ætlum að ræða gardínumál stefnan er að koma aftur á hitting stuðningshópsins og þá er bara að mæta stelpur þegar ykkur henta einhvern morgun í vikunni látið bara vita,svo væru nú gaman að hafa sauma eða föndurklúbb í vetur,allt má skoða og ræða,
okkur er boðið í barnaafmæli hjá lítilli vinkonu sem er fjögra ára og sú veisla verður næsta laugardag og er búið að kaupa gjöf en við eigum eftir að útbúa pappír og kort það er gaman að föndra við gjafirnar þær verða persónulegri fyrir vikið og húsfreyjan ætlar að baka orkubitanna fyrir afmælið að ósk móður hennar,við eigum að venju von á góðri veislu súpa,brauð og afmæliskaka það gerist varla betra,
nýæfinga tafla er komin fyrir fótboltann og er nú æft mán,þri og mið kl 14,30 til 15,30 og það er fínn tími en hann gildir til 15 sept svo er bara að bíða eftir að fimleikarnir hefjast aftur en Gyða Dögg ákvað að taka sér frí frá fiðluæfingum þennan vetur það var ansi mikið að gera hjá henni síðasta vetur og lítið um frí eftir hádegi með öllum æfingum það er nú ekki gott að skóladagurinn sé orðin til fjögur og stundum að ganga fimm suma daganna og þá oft eftir að læra heimavinnuna en stundataflan fyrir þennan vetur er fín, allir dagar til kl 13,10 og þá er sund og íþróttir inni í þeim tíma en áður fyrr þá var sund eftir þann tíma og fiðluæfingar og oft aukaæfingar ef tónleikar voru á dagskrá,fimleikar og svo fótboltinn voru líka svo dagarnir voru þétt bókaðir en nú er betri tíð framundan,
en ætla að láta morgunbloggið gott heita í dag,eigið góðan dag kæru vinir og við heyrumst síðar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19586
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.