24.8.2008 | 20:57
helstu atburðir síðustu daga
jæja margt að gerast þessa daganna,skólasetning á föstudaginn,fótboltamót í gær,silvurverðlaun hjá handboltalandsliðinu í dag og fyrsti skóladagurinn á morgun já bara margt um að vera,og allir glaðir og sáttir á heimilinu eftir atburði síðustu daga, að venju var dagurinn tekin snemma já kl 6,15 þá vaknaði Bríet Anna og ætlaði að lauma sér inn til Sölva Örn en sem betur fer þá var mamman vakandi og náði að stöðva prakkarann því það var bara gaman að vakna og láta hafa aðeins fyrir sér hlæjandi og skríkjandi skreið prakkarinn í smástund upp í mömmu og pabba rúm en auðvitað var ekki hægt að staldra þar nema rétt smástund,garnagaulið að æra okkur og morgunmatur var það sem stelpan bað um og var því snarað fram og stuttu seinna vaknaði hinn tvíbura helmingurinn á móti og kallaði reyndar mjög látt á mömmu sína og vildi endilega bætast í hópinn við eldhúsborðið morgunkorn,mjólk,lýsi og vitamín rann ljúflega niður og stutti seinna eftir bleijuskifti var kúrt aðeins með pela sinn og horft á stubbanna
spennan magnaðist svo er kl nálgaðist átta í morgun,húsfreyjan skreið reyndar aftur upp í rúm þegar krílin tóku hvíld með pela og stubbanna,það hefur ekki borið mikið upp á góðan nætursvefn síðustu nætur eða ca hálfan mánuðinn svo bóndinn var frammi með krílunum,en ekki kom dúr á svefn svo þá var bara að drífa sig fram og líta á leikinn en það er bara ekki auðvelt að sitja og horfa bara á leik nei svo mikil var spennan svo voru krílin búin að taka sinn hvíldartíma og létu fara mikið fyrir sér foreldrum var sem sagt boðið upp á spennu leik og börn sem voru nokkuð uppátækjasöm á meðan en allt blessaðist nú þetta að lokum,við erum mjög stolt af strákunum með silfurverðlaunin og til að ná börnunum aðeins niður þá fórum við í bílferð og enduðum í heimsókn hjá vinafólki okkar í klukkutíma en þá var komin tími á hvíld hjá börnunum og formúla að byrja,en þá dormaði húsfreyjan og börnin sváfu smástund en voru nú aðeins rólegri eftir hádegi,
kvöldmaturinn undirbúin,lærisneiðar barðar sundur og saman og velt upp úr eggjum,rjóma,salti og pipar,svo heimatilbúið rasp og steikt upp úr smjöri og olíu,sett í eldfast mót ásamt sveppum,lauk og smjöri,skellt í opninn og tilbúið til hitunar kl hálf sex,húsfreyjan dreif sig á Avon kynninguna hjá systur sinni en á meðan fóru krílin í bílferð með pabba sínum í klukkutíma,og dagurinn að kvöldi komin bara allt í einu já fljótt að líða og kvöldmatur komin á borðið kl sjö og allt heppnaðist vel að sjálfsögðu og var vel borðað af lærisneiðum með tilheyrandi góðu meðlæti börnin orðin voða þreytt og voru sofnuð kl hálf átta ,bóndinn fór að vinna í okkar bíl,og dóttirin sú elsta komin heim af fótboltaleik hér í bæ en hann endaði með tapi,það styttist í háttartíma hjá henni og ræs kl sjö í fyrramálið en það verður ekki vandamál hún hefur oftast vaknað fyir átta á morgnanna í sumar,
ætli húsfreyjan láti ekki staðar numið í kvöldblogginu,ætlunin er að vera komin upp í rúm kl tíu og ná vonandi góðum nætursvefni,vona að þið hafið notið helgainnar og takið á móti nýrri vinnu og skólaviku með tilhlökkun,
óska ykkur góðan nætursvefn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19586
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.