23.8.2008 | 21:26
áfram Ísland,,,,,gaman á Fossvogsmótinu í dag
eftir að hafa náð sér nokkurn veginn eftir góðan sigur íslenska handboltaliðsins í gær tókum við daginn í dag snemma um kl hálf sjö í morgun,eldaður hafragrautur,samlokur smurðar,bananar og kókómjólk í nesti var svo haldið í bæjarferð á síðasta fótboltamót utan hús í sumar Fossvogsmótið spenna í loftinu eins og vanalega,regnfatnaður á krílin frá toppi til táar,gerðum góð kaup á regnfatnaði á þau í Aðal sport á 40 pósenta afslátti í gær þungskýað svo allir vel gallaðir fyrsti leikur af sex var kl hálf tíu og unnu okkar stelpur hann 2,0 það leið stutt á milli leikja og aftur unnu stelpurnar 1,0 þriðji leikur var kl að verða hálf tólf og okkar stelpur náðu að skora eitt mark í fyrri hálfleik,þá vorum við búin að fá pössun fyrir yngstu krílin hjá systur bóndans í breiðholtinu og rukum við þangað með þau,en þau voru búin að vera voða góð en voru orðin þreytt og þá var upplagt að koma þeim á góðan stað á meðan mótið kláraðist,og á meðan náðu andstæðingarnir að jafna og þannig endaði þriðji leikurinn,
síðustu þrír leikirnir töpuðu okkar stelpur en vorum samt ánægðar með daginn,veðrið nokkuð gott en það ringdi í skorpum síðustu leikina en lítill vindur,það eru oftast sömu foreldrarnir sem mæta á leikina til að hvetja stelpurnar en mættu alveg vera fleiri og voru stelpurnar hvattar vel áfram að venju og var góð stemming á hliðarlínunni og magnaðist stemmingin líkt og á handboltaleiknum daginn áður,frábært að sjá hve miklum framförum þær eru að ná í boltanum og eru svo sannarlega framtíðar stelpur þar á ferð við náðum svo í krílin úr pössun um leið og síðasti leikurinn var búin en á meðan tóku okkar stelpur á móti verðlaunum þær lentu í fjórða sæti af sjö og það er góður árangur en það er aðalega að vera með og hafa gaman af og hvetja þær áfram,
við náðum svo í stelpuna okkar og héldum heim á leið við vorum búin að lofa henni pizzu veislu og komum við á dominos í keflavík og tókum með okkur heim þetta var í fyrsta skiftið sem við verslum pizzur þar og eru þær góðar,svo kæra vinkona ef svo heppilega vill til að strákarnir þínir ná að panta sér pizzur þá er bara að borða þær með bestu list þeir eru nokkuð klókir strákarnir þínir svo það er aldrei að vita nema það takist einhvern daginn að panta sér pizzu,bauð svo dóttirin vinkonu sinni með sér og eru þær að klára að horfa á mynd sem tekin var á leigu og það gerist voða sjaldan en þá er það bara skemmtilegra þegar það er gert,
er heim var komið þá lagðist húsfreyjan upp í rúm og lagði sig í rúman klukkutíma með verkjatöflur í maganum það tók á bakið að halda ekki svo lengi á börnunum til skiftist ásamt bóndanum þegar þau voru orðin þreitt en vaknaði með betri líðan og tók þá til smá kvöldverð skyr fyrir fjölskylduna svo sofnuðu krílin upp úr kl átta,ætlum að horfa svo á leikinn í fyrramálið eigum von á að við vöknum ca klukkutíma fyrir leik með börnunum,ætlum að taka daginn rólega en svo er húsfreyjunni boðið á Avon kynningu hjá Guðbjörgu systur á morgun seinnipartinn,kem svo heim og ætla að elda gamaldags lærisneiðar steiktar í raspi með brúnuðum katreflum og svo gamla góða meðlætið með baunir sulta og sósa á von á að það muni falla vel í kramið hjá fjölskyldunni
ætla að njóta svo kvöldsins og horfa á ruv þar á eftir verður Taggart og ætla að dreipa á góðu kakói á meðan og hugsa til vinkonu á meðan,hlakka til göngunar í næsta mánuði en með þessum orðum þá kveður húsfreyjan ykkur , já þetta nafn er bara nokkuð gott aðeins kvennlegra en gumpurinn en innst inni er húsfreyjan gumpur í sér,
hafið það sem allra best og njótið helgarinnar saman
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19586
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.