12.8.2008 | 09:28
þakgil er frábær útivistaparadís
þá er frábær helgi afstaðin og ný vika skollin á sem er bara gott mál,þakgil er með þeim flottustu stöðum á landinu og keyrsluleiðin þangað frá Vík er mjög falleg,komum snemma þangað og gáfum okkur góðan tíma að koma okkur fyrir,og börnin fundu þennan fína læk til að sulla í og þar var hin besta skemmtun það skall á okkur rigning já mikil rigning stuttu eftir að við vorum komin með fortjaldið yfir okkur og vorum að koma súlunum fyrir en allt reddaðist þetta að lokum,heitt og notalegt tjaldið beið okkar og blautum börnum og góður matur,við heilgrilluðum kjúkkling ásamt kartöflum og nammi namm,börnin tóku leik inni vegna rigningar og voru sofnuð rétt rúmlega átta,þreytt og ánægð,en elsta daman sofnaði um kl ellefu,fullorna fólkið kom saman í okkar fortjaldi,Lauga og Lalli,Guðbjörg og Þóroddur komu líka en eldri börnin í fellihýsi í leik,við fengum okkur kakó og romm ásamt góðu spjalli fyrir svefn
rétt eftir miðnæti,
að venju vöknuðu börnin snemma og við tókum hraustlega til morgunmatarins,fóru svo í gönguferð með pabba sínum en mömmunni var skipað að taka auka lúr ásamt elstu dótturinni og var það voða notalegt,dagurinn var góður,rigning af og til skýað og smá vindur,við fórum ferð niður í Vík og tókum aðra leið upp í Þakgil og sú leið er flottari en leiðin sem er oftast farin,tókum mjög mikið af myndum,þarf að setja nokkrar inn við tækifæri en annars var verið að hugsa um að hafa myndakvöld hér heima einhvert kvöldið með KAKÓ til að fá smá stemmingu,
sunnudagsmorgun rann upp með sól í heiði sumir nokkuð þunnir en gumpurinn þurfti ekki að glíma við þannig heilsu,hefur haft vit á stofna heilsu sinni ekki í voða að óðörfu,en fljótlega upp úr hádegi var grænmetissúpa hituð upp og bætt út í hana afgangs kúkkling og brauð með og hresstist mannskapurinn við átið,pakkað saman og heim haldið rúmlega þrjú,gekk heimferðin vel og alltaf er gott að koma heim,börnin í bað og háttuð og sofnuð um níu,rest af fjölsk í bað og svefninn vel tekin eftir góða og skemtilega helgi,
leikskólinn byrjaði í gærmorgun og voru börnin voða glöð með að hitta fóstrur og önnur börn það er greinilega að flest er að færast í fastar skorður og eðlilegt líf að komast á, á sem flestum stofnunum og heimilum,það getur vel verið að við eigum eftir að taka eina útilegu en allavega ætlum við að taka bústað á leigu helst eina viku í haust,og sá bústaður er hjá sjómannafélaginu,sá nýji með innipotti og gufu og svo er komin líka útipottur,sá bústaður er glæsilegur og gott að vera þar,bóndinn hefur ekki ennþá tekið sér frí og hann þarf þess svo hann verður eiginlega að komast aðeins í burtu en það er eiginlega enginn sem getur tekið við vörubílnum á meðan ásamt kranavinnunni sem honum fylgir og það situr hnífurinn í kúnni
en nóg um þetta í bili,ætla að láta þetta duga í dag,dagurinn í dag er bjartur og fallegur og tilvalið að njóta þess að vera útivið,er að hugsa um að taka gönguferð áður en börnin verða sótt,verður örugglega úti í dag í leik en kveð ykkur þar til næst
til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
157 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19587
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.