31.7.2008 | 14:50
þetta er frábært sumar
ætla aðeins að deila með ykkur hvernig lifið hefur verið hjá okkur síðustu daga,við fórum í útilegu síðustu helgi og var planið að fara í Húsafell,við vorum í sambandi við vinafólk okkar á leiðinni en það fólk var í bústað og svo var okkur sagt að tjaldstæðin á svæðinu varu að verða full og er við komum þangað var varla laust pláss en okkar góðhjartaða vinafólk okkar bauð okkur að skella tjaldvagninum við hliðina á bústaðinum þar var nýsleginn blettur sem beið okkar,svo koma systir bóndans og fjölskilda hennar og fengu þau líka að skella sínum vagni þangað og fór bara vel um okkur þó þröngt var á blettinum,svo var fullt af fólki í bústaðinum þessa helgi og allir skemmtu sér vel í frábæru verði,við komum með heimabakað bakkelsi sem fór vel í fólkið og fékk gumpurinn að heyra að það passaði betur við að vera Húsfreyja en gumpurinn vegna tilkomu góðs bakkelsis ekki var tekið við uppskriftum en þes í stað þá var bara sagt að við komum bara í kaffi og heimabakað til þín og eru allir velkomnir heim hvenar sem er en ekki er alltaf til á hverjum degi nýbakað en oftast eitthvað til
komum svo heim á sunnudaginn og skelltum okkur í afmæli hjá tveimur yngstu börnum Sólveigar systir í Njarðvík og var góð veisla þar sem beið okkar
og mikið var nú gott að koma heim það er alltaf gott að koma heim þó svo útilegan hafi verið góð,
síðustu daga höfum við haft það notalegt hér heima að venju,börnin fóru í pottinn hjá afa og Eygló í gær og þvílíka veðrið,börnin böðuð upp úr sólarvörn og voru á bleijunni snemma í gærmorgun,tóku svo svefn og fóru svo í pottinn og þvílíkt stuð að venju við komum svo heim kl að verða sjö og kvöldmaturinn stóð saman af ávöxtum og vanilluís það var bara ekki hægt að bjóða upp á heitan mat eftir svona heita útiveru,
það er búið að vera mikið að gera hjá bóndanum í vinnu,skrítið segir hann því að venju á þessum árstíma þá er frekar lítið að gera en staðan í dag er önnur en önnur sumur og svo erum við að hugsa um að vera heima þessa helgi sem er að ganga í garð helgi sem er ein mesta umferða og ferðahelgi sumarsins,við höfum lengi gert að fara norður í Bárðardal og verið viku á þessum tíma en ætlum að gera tilbreitingu núna og vera heima ætlum að hafa það notalegt,versla aðeins og fara með börnin í sund og jafnvel gera eitthvað hér heima sem þarf að gera en allt kemur nú þetta í ljós,
annars bara gengur lífið sinn vanagang,við njótum sumarsins og blíðunar útivið,erum að hugsa um að fara útilegu mjög fljótlega og þá lengja helgina með föstudegi og mánudegi,ef einhverjir vilja koma með og hitta okkur þá endilega að hafa samband,þegar við ákveðum hvert skal halda og hvenar þá verður það ritað í bloggi og jafnvel á msn hver veit,það er alltaf gaman að hafa skemmtilegt fólk með í ferðalög,við nennum ekki að fara langt en það er svona mesta lagi þriggja tíma akstur á tjaldstað,og eru bara mörg góð tjaldstæði allt í kringum okkur,
ætla að láta þetta gott heita í bili,heyri síðar í ykkur,bestu kveðjur til ykkar og farið nú varlega í ferðalögunum
kv Húsfreyjan eða gumpurinn hvort hæfir betur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
157 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19587
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.