24.7.2008 | 20:45
það er frábæer að fara í útilegu og njóta friðarins og náttúrunnar
fjölskildan búin að hafa það notalegt síðustu daga,við fórum í útilegu síðustu helgi og fórum í Bása í Þórsmörk með vinafólki okkar og fengum frábært veður alla helgina,börnin voru úti frá kl fyrir sjö á morgnanna til átta á kvöldin og voru sofnuð hálf níu og var gaman fyrir þau að sulla,moka,skordýraleit og gera við bílanna,við komum svo Krísuvíkurleiðina heim á sunnudaginn og var gott að sleppa við mikla umferð og vorum komin heim um kvöldmatarleitið og allir voða glaðir og sáttir eftir velheppnaða útilegu þá fyrstu þetta sumar og var nýi tjaldvagninn bara notalegur,
síðustu dagar hafa bara verið innidagar rok og rigning en í dag þá var aðeins farið út í rigninguna í smá leik,við erum að hugsa um að fara helgina sem er að koma í útilegu í áttina vestur,ætlum að taka ákvörðun í kvöld þegar við hjónin erum búin að skoða tjaldsvæði sem eru auglýst á útilegukortið.is
annars voða lítið að frétta héðan,krílin voða dugleg að hjóla þau fengu hjálma frá góðri vinkonu okkar og eru hjálmarnir mikið notaðir ásamt hjólunum og bílunum,heilsan þokkaleg hjá krílunum,en lítið gengur að þokast í rétta átt hjá gumpinum en einhvern daginn hlítur þetta allt að koma,
en jæja læt þetta duga í kvöld,hafið það gott og notalegt
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
157 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19587
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.