gaman síðustu daga og notaleg heit heima fyrir

ekki hefur nú mikið farið fyrir tölvu og bloggi síðustu daga,svo sem ekkert að gerast en það venjulega en það er nú í lagi,en síðast þegar bloggað var þá var símamótið að bresta á og það var mjög gaman fyrir Gyðu Dögg og örugglega fleiri sem þar voru,bæði foreldrar og stelpurnar höfðu gaman af,á föstudeginum þá kíktum við á síðasta leikinn sem flokkur dótturinnar lék og var hún glöð að sjá okkur,sá leikur unnu þær,sá eini sem þær unnu,en áttu góð tilþrif og sýndu fína takta og eru efnilegar fótboltastelpur,foreldra mjög duglegir við að hvetja stelpurnar og oft var spennan svo mikil hjá foreldrum að það var erfitt að vera utanvalla en rosalega gaman við Ásta frænka vorum oft á köflum yfirspenntar og lifðum okkur vel inn í leikinna, eftir Kissing kossa og knús og kveðjustund  þá ákvöðum við foreldrarnir að koma við í Seglagerðinni voru þeir þar á bæ búnir að auglýsa Ægisvagninn og skoða tjaldvagna, okkur leist mjög vel á Ægisvagninn sem er uppbyggður fyrir íslenska vegi og hægt að fara með þá lengra en aðeins útfyrir malbikið,sem sagt uppháir,og við tókum einn nýjan vagn með heim,og fylgdi með fortjald,yfirbreiðsla og kassi,og erum farin að skipuleggja útilegu næstu helgi,veður spá lofar ennþá góðu

nú á laugardeginum þá átti bóndinn foreldravakt en fór fyrr til að sjá fyrsta leikinn Frown haltrandi eftir fótboltaæfingu kvöldið áður með oldboys,leit ekki vel út en slapp fyrir horn sem betur fer,dagurinn var skemmtilegur á vaktinni og skellti hann sér í sund ásamt öðrum pabba sem þar var á vakt með stelpunum,en mamman var heima með krílin og höfðum við það notalegt og áfram héldu notalegheitin um kvöldið kúrt með smá nammi og púsluspil,það var keift stórt púsluspil bara 1000 spila púsl en það er nokkuð flókið en gaman að glíma við það og höfum við verið að púsla aðeins á kvöldin,nú á sunnudaginn þá fórum við í bæinn snemma og sáum alla leikinna hjá okkar flokk og leik hjá yngri flokk sem var hörkuleikur,veðrið ekkert mjög spennandi en það truflaði ekkert okkur og stelpurnar léku skemmtilegann bolta og var gaman þennan dag,komum svo heim um kl tvö og fannst dóttur okkar gott að koma heim en ógleymanlegir dagar búnir og bara tæpt ár í næsta mót,það var spurt strax,hvenar næsta símamót yrði,jamm bara farin að hlakka til að hennar sögnSmile við fengum heimsókn stuttu eftir að við komum heim,systir bóndans og fjölsk komu og skoðuðu gamla tjaldvagninn okkar og festu kaup á honum,amma kíkti við og klipti aðeins af hárinu á Bríeti og ekki veitti af því toppurinn var komin ofan í augu,

síðustu daga höfum við haft það notalegt ekkert verið mikið úti í rokinu en verið aðeins að undirbúa næstu útileguhelgi,búið er að baka kanelsnúða og það á eftir að baka kleinur,jólaköku og marmaraköku og er stefnan á að baka í kvöld og á morgun og ef tími gefst þá verður bakað brauð,það er ekkert betra en að taka með sér heimabakað í útilegu,svo á að elda góðan mat og njóta ferðarinnar Joyful

litla systir er komin í heimsókn og verður í nokkra daga og hittum við hana í gær er við kíktum í heimsókn þangað,það var gott að sjá hana en hún er nýbúin að taka bóklega prófið í akstri og náði því með glans og svo er bara að bíða eftir ökuprófinu en daman sú verður 17 ára 5 ágúst og ætlar hún að fá ökuskírteinið afhent þann dag,

en því miður hefur heilsan ekki verið góð bæði andlega og líkamlega lyfin ekki ennþá farin að hafa þau áhrif en það er komin mán síðan fyrsti skammturinn var tekin,er búin að hitta læknirinn og hann segir að það komi fljótlega annars verður skammturinn hækkaður,og segir hann að það skiftir öllu að hafa góðan stuðning svo er ekkert mál að hafa samband við hann ef eitthvað breitist fyrir næsta viðtal sem verður í næsta mán,svo er stefnan að hitta sálfræðing í haust sem vinnur hér á heilsugæslunni og fer gott orðspor af honum,það er samt aðeins bjartsýni um bata og það er haldið fast í þá bjartsýni,en erfitt getur verið að kljást við þessa sjúkdóma og oft tekur mörg ár,

jæja ætla að láta þetta duga í dag,veit ekki hvenar ég geri næst ritgerð,svo bið að heilsa ykkur þar til næst,hafið það sem allra best og njótið þessa fínu sumardaga , með roku og rigningu á milli sólardaganna,

Heart til ykkar frá fjöls á Dalbrautinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

157 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 19587

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband