8.7.2008 | 20:30
loksins hægt að fara í göngu í dag
síðustu morgnar höfum við tekið daginn seinna en vanalega,krílin eru farin að sofa til hálf sjö til sjö og munar sko alveg um klukktíma eða jafnvel einn og hálfan tíma viðbótar svefn hjá krílunum en mamma þeirra hún er farin að taka upp á því að vakna aftur á næturnar og liggja andvaka en við höfum ekkert breytt neitt með svefninn þau sofna á sínum tíma og vonandi er þetta komið til að vera eitthvað um sinn allavega,
í gærmorgun þá fengum við heimsókn Siggi og Eygló kíktu og buðu svo krílunum að koma í heitapottinn eftir lúrinn og það var bara gaman hjá krílunum steikjandi hiti og logn og voru krílin að í tvo tíma í pottinum og á hlaupum í garðinum á sundbrókinni einni saman og á trampolín sem betur fer þá var ekkert til sparað með sólarvörnina þau voru með hellings lit eftir daginn og hefðu örugglega brunnið ef ekki hefði verið fyrir vörnin,húðin á þeim var rjóð og útitekinn og þrátt fyrir hor og hósta þá líta þau vel út þökk sé sólinni og þessari smá útiveru
það voru bara rólegheit í morgun,engar konur í heimsókn þá var bara tekin smá tiltekt og sett í þvottavél,Gyða Dögg lék við systkin sín í góðum leik,eftir hádegi og lúrinn þá tókum við gönguferð í búðinna það vantaði aðeins upp á grænmeti í grænmetissúpuna svo kíktum við í heimsókn til vinkonu okkar og var vel tekið á móti okkur, við höfum voðalítið sést svo það var bara mjög gaman að hittast og áttum við gott og skemmtilegt spjall,krílin mín orðin voða mannaleg og ekkert feimin og þau voru ekkert í vandræðum með að tjá sig við vinkonu okkar og hún hafði gaman af
komum heim um hálf sex eftir röska göngu heim,aðeins of rösklega göngu,og súpan elduð og rann ljúflega niður í fjölskilduna börnin sofnuð og Gyða Dögg og pabbi hennar eru saman á fótboltaæfingu,hún er orðin voðalega spennt fyrir símamótinu og er mjög ákveðin að standa sig eins vel og hún getur og meira er ekki hægt að gera segir hún voða spekingsleg á svip
í fyrramálið er ætlunin hjá gumpinum að fara til læknis reyndar mjög snemma kl 8,40 og er búið að redda pössun á meðan þau fá að fara til Sigga frænda,afa og Eygló sem sagt ræs snemma þar en þau verða vöknuð svo er bara að njóta dagsins sem eftir er,
gumpurinn hefur ekki ennþá fengið ráðningu á drauminum en á þrjár draumráðningabækur og eru þær ekki alveg sammála,en það er örugglega merking með drauminn og hefur hann ekki farið langt úr hausamótunum á gumpinum,get bara ekki hægt að hugsa um hann,er samt að reyna að dreifa huganum þessa daganna það er ýmislegt í huga gumpsins sem er verið að pæla í og það er farið að valda miklum hugarangri sem er ekki gott svo þau mál þarf að ræða við læknirinn,það þarf nefninlega ekki alltaf líkamslegt álag sem gerir mann orkulaus það getur líkað verið andlegt og er það sjálfsagt ástæðan fyir alt orkuleysið,
en jæja nó komið í kvöld,hafið það sem allra best,njótið lífsins,njótið samveru hvers annars,njótið sumarsins og allt það
frá gumpinum til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.