3.7.2008 | 21:50
um að gera að prófa,,,,,
sig áfram þegar kemur að matargerð og bakstur,gumpurinn er alltaf að prófa sig áfram og í morgun drykkinn þá var melóna,jarðarber,bláber og rifsber ásamt smá klaka mixað í mixaranum og vá þvílíkur drykkur mjög góður og er semsagt búin að búa til slatta af svona drykk í dag og gefa krílunum með og hafa þau verið mjög dugleg að vilja að drekka prufu drykki mömmu sinnar eins erum við dugleg að prófa alskonar grænmeti og ávexti það er gaman að fara með börnin í búðir og þau fá að velja ávexti og grænmeti og það kemur fyrir að þeir ávextir sem eru mjög skrítnir á að sjá bragðast furðuvel og koma á óvart,það er líka gaman að fá að vera með þegar ávaxtasalat eru gerð þá sker mamma niður og þau raða á stórann disk og auðvitað rata margir bitar upp í litla munna en það er bara fínn forréttur,
það er aldrei að vita nema að gumpurinn læðist með eina og eina uppskrift í bloggin svona ef einhver hefur áhuga á að nýta sér
annars bara allt ágætt hér á bæ þokkaleg heilsa en krílin eru að verða stútfull af hor og greftri í augum,og það er stutt síðan þau hættu með nefúðann já ca hálfur mánuður,svo er Sölvi minn með brunabletti eftir blöðrurnar í andlitinu og á hálsinum það pirrar hann ekkert nema þegar hann nuddar óvart þá losnar hrúður á sárunum en þá biður hann um krem sem við í sameiningu setjum á sárin og hann fær að setja krem sjálfur fyrir framan spegil og er sáttur við það,
á morgun er síðasti dagurinn á leikskólanum fyrir sumarfrí og verður því síðasti sjens fyrir mömmu þeirra að leggjast aftur upp í rúm og kúra án þess að fá yfir sig hoppandi og skoppandi kríli en það er í góðu lagi þau eru oftast voða góð þegar mamma þeirra kúrir stundum en eru dugleg við að kyssa og knúsa
ætla að láta þetta duga í kvöld og bið að heilsa ykkur þar til næst,verið góð við hvort annað og njótið lífsins,
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.