notalegur dagur

erum búin að eiga náðugan dag hér á bæ,druslast á náttfötum í allan dag,knúsa og kúra og skemmtilega leiki í litla innitjaldinu já bara virkilega notalegt inni og þurfa ekkert að fara út í rokið það er dálítið kaldur norðanvindurinn og þá er ekkert betra en að dúllast innivið Joyful svo bökuðum við pizzu í kvöldmatinn og krílin fóru svo í sturtubað og voru sofnuð kl átta,elsta dótttirin gistir hjá vinkonu sinni og við hjónakornin í notalegheitum í kvöld,stefnuð að fjölskildudegi á morgun og sem betur fer var ekki farið í útilegu þessa helgi,kallt og heilsan ekki góð,

það er mikið um að vera hér í hverfinu þessa daganna og við hér á bæ styðjum þessar hugrökku konur Heiði og Ástu heils hugar í baráttunni fyrir því að börnin okkar geti leikið sér örugg hér í hverfinu og að vinnisvæði séu ekki að bjóða börnin velkomin á hættusvæði sem þar eru,auðvitað eru börn forvitin annað væri nú skrítið,og ekki er hægt að ætlast til að við séum með þau í bandi heima við eða fylgjum þeim hvert fótmál,í gamla daga þegar gumpurinn var að alast upp þá var allt mjög spennandi sem bannað var að skoða og oftar en ekki einu sinni gerði maður það sem maður mátti alls ekki gera,og ekki hafa börn nú í dag sem alast við útileiki breyst mikið hvað það varðar að kanna heiminn og það sem er bannað,svo áfram hugrökku konur Smile

njótum þessa indælu sumardaga ásamt roki og rigningu endrum og eins hafið það sem allra best og njótið samvista hvers annars 

kv gumpurinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

156 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband