26.6.2008 | 21:32
róleg heit á okkar bæ
það er búið að vera ósköp rólegt hér á bæ,við fórum á fætur rúmlega hálf sjö í morgun,já krílin mín hafa lengt svefninn og það er mikill munur,Bríet var mjög hress en Sölvi var lítill í sér en hresstist aðeins þegar hann fékk að vekja pabba sinn kl hálf átta hann fór að sofa hálf tvö í nótt eftir ferð vestur í Borganes,þegar börnin voru farin í leikskólann og bóndinn þreyttur í vinnu þá lagðist gumpurinn aftur upp í rúm og til hálf ellefu og það var gott dekur,náði svo í krílin og var Sölvi mjög lúin og lítill í sér svo hann var mældur og var með 38,6 hita hann fann einhversstaðar til svo hann var stílaður og sofnaði hann fljótt og svaf til hálf tvö en Bríet svaf aðeins lengur,en var eitthvað slappur í dag og við vorum heima og kúrðum,
við bökuðum svo hveitikökur og elduðum grjónagraut með rúsínum í kvöldmat,bóndinn komst heim fyrir kvöldmat og borðaði með okkur börnin tóku leik fram að háttatíma og erum við farin að láta þau fara að sofa kl átta,höfum prófað það áður en það virkaði ekki á að þau svæfu lengur á morgnana en þessa vikuna breyttum við þessu aftur og hvort að það sé ástæðan að þau sofa lengur það er vonandi
elsta dóttirin var að koma heim,fyrr en venjulega og ætlar í sturtu og sofna snemma,það var síðasti dagurinn í fótboltaskólanum í dag og í fyrramálið er frjáls æfing og ætlar hún á þá æfingu svo kl ellefu er grillparty og bolir afhentir,og þessar þrjár vikur sem þessi skóli er búin að vera þá hefur hún mætt alla daganna og segist hafa lært mikið,svo bíður hún eftir símamótinu eftir hálfan mánuð og hlakkar mikið til og fer á allar æfingar hjá Pálmari
það stóð til að það yrði önnur útilega helgina sem er að koma og ætluðu systkini bóndans að fara að hafa eina helgi á sumri til að hittast en það er búið að fresta þessu eitthvað,það komust ekki allir en við vorum ekki alveg ákveðin það er ekki ennþá almennilega hlýtt á næturnar og börnin svona kvefuð og hósta og við vorum ekki alveg tilbúin að sofa með þau í vagninum,ætluðum að reyna að redda okkur hjólhýsi eða fellihýsi lánað þá helgi svo það bíður betri tíma,
jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,bóndinn fer að koma heim af æfingu,og það bíður mín sítt hár til að greiða og flétta fyrir nóttina,
sofið og dreymið vel
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.