19.6.2008 | 20:53
það munar um að kúra í smá stund á morgnanna
tókum daginn snemma eins og vanalega en reyndar fór bóndinn í vinnu kl fjögur í nótt en krílin vöknuðu kl sex það var komin tími á morgunmat og svo hafa það notalegt þar til leikskólatíminn kom og það var freistandi að lúra aðeins eftir að krílin voru farin og það leifði gumpurinn sér skreið upp í rúm og þar svaf heimasætan hún kom upp í eftir að pabbi hennar fór í nótt,hún bað um í gærkveldi að láta færa sig í pabbaholu þegar pabbi hennar væri vaknaður og það gerði hann,hún vaknaði svo kl níu og voða glöð að sjá mömmu hjá sér en við drifum okkur svo á fætur eftir smá kúr saman,við hjónakornin fórum til Keflavíkur í viðtal í bankanum okkar það var mjög ánægjulegt viðtal,aðeins að hagræða og auka sparnað á bók og er sá sparnaður sem verður geymdur þar til elsta daman verður fermd,já við ætlum að byrja snemma að safna smátt og smátt það munar örugglega um þá upphæð sem verður inni á bókinni,
svo var bara stutt í hádegi þegar við komum heim og krílin sótt af mömmu sinni en pabbi þeirra strax í vinnu,þau voru fljót að sofna og sváfu til kl að verða tvö og ætlunin var að taka gönguferð en heilsan leyfði það ekki svo það sem eftir var dagsins var nokkuð góður þau léku sér saman og seinnipartinn þá kom Siggi frændi ásamt foreldrum í heimsókn,strákarnir náðu strax góðum leik inni í herbergi og lokuðu hurðinni svo þeir fengu örugglega frið,en Bríet var frammi hjá okkur í eldhúsinnu í spjalli og kaffi,krílin mín voru búin að spyrja um Sigga í dag og vildu leika við hann úti á hoppulin en við kíkjum fljótlega til hans svo eru líka komnir nýfæddir hvolpar sem gaman væri að sjá,
kvöldmatur eldaður upp úr kl sex en börnin voru ekkert á því að bíða og vildu hafragraut og það fengu þau og börðuðu svo kvöldmat kl sjö ,þau eru sjúk í hafragraut og biðja oft um hann hann er fljót eldaður og hollur,bóndinn gat borðað með okkur og náðu svo leikstund með þeim svo voru þau sofnuð rúmlega hálf átta og bóndinn á fótboltaæfinu og svo í smá vinnu,heimasætan er úti en kemur inn um hálf tíu,hún er að fara norður í Bárðardal með ömmu sinni á húsbílnum snemma í fyrramálið ásamt fullt af fólki á sínum bílum,það er svo kölluð systkinaferð hjá teindamömmu hún og systkini hennar hittast öll eina helgi að sumri til og þetta er þriðja sumarið í röð sem farið er norður á sama stað en annars hafa þau hist á ýmsum stöðum,svo er komið heim á sunnudaginn,við ætluðum að fara en bóndinn er búin að vinna mikið og er dauð þreyttur svo er ekki búið að yfirfara bílinn og tjaldvagninn og það er líka spáð kulda svo það er ekki sniðugt að æða þangað mjög þreyttur,engin skoðun og í kulda
jamm ætla að láta þetta duga í kvöld,hafið það notalegt og góða nótt
kv gumpur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.