stuð í dag hjá börnunum með frænda

það munar sko alveg um klukkutíma lengri lúr eins og í morgun en Bríet Anna vaknaði reindar rétt rúmlega sex en hún var bara að spjalla við bangsana sína svo mamma hennar lét lítið á sér bera svo ca hálf tíma seinna er kallað ,mamma, og þá varð bara að drífa sig á fætur en einhvernveginn fanst gumpinum að það væri ennþá helgi og ýtti við bónda sínum og bað hann að fara með börnin fram og skifta á þeim og gefa morgunmat,jú bóndinn settist upp en þá áttaði gumpurinn sig á að það væri komin mánudagur svo það var dröslað sér á fætur eftir frekar erfiða nótt,lítið og ílla sofið vegna verkja en ekkert múður hér á fætur kelling Pouty

eftir að krílin höfðu farið á leikskólann og bóndinn í vinnu þá var voða freistandi að leggjast aftur upp í rúm en nei von var á Kristínu Bessu fyrir kl níu og við ætluðum að vera aðeins saman,sem við gerðum og var það voða notalegt spjall og samvera sem við áttum í þrjá tíma Joyful svo var náð í krílin og þau fljót að sofna og sváfu vel,Gyða Dögg fór á æfingu hjá fótboltaskólanum kl eitt kom svo heim um hálf þrjú og fékk sér að borða en þá ætlaði gumpurinn að taka gönguferð en ekkert varð úr því sökum verkja svo það var farið í smá bílferð í búðina og fékk dóttirinn elsta að fljóta með það var önnur æfing korter yfir þrjú svo á meðan hún var á æfingu þá var kíkt til Sigga að leika svo var hann sofandi en var vakinn stuttu seinna og börnin náðu leik í smá tíma þap kom hellidemba og krílin mín rennblaut og það passaði að ná í dótturina því æfingin var að klárast,

komum heim og í þurr föt svo var hringt í okkur og krílunum boðið í heita pottinn og þau voru alsæl með það stóra systirin ákvað að koma með og var voða gaman hjá þeim ásamt Sigga frænda,þau busluðu í rúman klukkutíma og voru orðin nokkuð lúin er heim var komið þau fengu sér helling af hafragraut en það átti að vera steiktur fiskur í matinn en hann verður í hádeginu á morgun í staðin það var orðið of seint að elda hann,svo kom pabbi þeirra óvænt heim hann hringdi fyrr í dag og átti ekki von á að koma fyrr en seint í kvöld,en hann er að vinna núna svo er Gyða Dögg hjá vinkonu sinni henni var boðið að gista þar í nótt,

í dag kom loksins símtal frá bæklunarlæknirinum og hann var búin að skoða röngten myndirnar og sagði að þær væru verri en þær sem voru teknar fyrir rétt rúmu ári og hann ætlaði að ráðfæra sig við skurðlæknir hann er víst sá eini hér á landi sem gerir einhverjar sérstakar aðgerðir á hnjáskeljum og um miðja næstu viku þá kemur það í ljós hverjar niðurstöður verða,

verð að minnast á eitt en það var á föstudagskvöldið síðasta er Gríman var sýnd á ruv þá kom þar söngatriði úr söngleik sem verður frumsýndur næsta haust og það eru lög sem Janes Joplin,man ekki alveg hvernig það er stafað, já það verða sem sagt lög sem hún söng með sinni flottu rödd og frábær lög,en jæja á þessari Grímu hátíð þá söng þar kona lag eftir Janis og vá þvílíkt það var bara eins og Janis væri komin þarna sjálf og þá ákvað gumpurinn að í haust þá yrði farið á söngleikin,það rifjuðust upp góðar minningar við að heira þetta lag Smile

en jæja það á að fara mjög snemma að sofa í kvöld,aðeins fyrr en vanalega en við heyrumst síðar og hafið það sem allra best njótið lífsins við vitum ekki hvenar því verður lokið já í alvöru verðum saman og njótum þess

kv gumpurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Kvöld kvittið hér góða nótt kæra vinkona.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.6.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

156 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband