15.6.2008 | 21:35
það ætti að vera óhætt fyrir krílin að fara í stórt bað,,,
fórum í bæjarferðina í dag og keiftum ekta sundbrækur fyrir krílin brækur sem eiga að halda kúk í brókinni þar til það uppgötvast til losunar ,það yrði nú verra ef það kæmi nú niðurgangur svo nú er bara að bíða eftir að vindur lægir og sól láti sjá sig og þá er bara að setja sólarvörn og smella krílunum í brækurnar og í sund, en þau voru voða glöð og hrifin eftir að þau fóru með Sigga frænda í stóra heita potta baðið og tala ennþá um það,nú elsta dóttirin verslaði sér svona little pet shop dóta hús en hún átti pening sem hún er búin að safna sér til að kaupa sér það sem henni langar í og ekkert smá montin að versla sjálf fyrir sinn pening og svo keifti hún sér strigaskó fyrir afganginn en ennþá á hún slatta pening á bókinni sinni en er ekkert búin að ákveða fyrir hverju á að safna sér fyrir næst
á heimleið komum við í Bónus í Njarðvík og versluðum þessi hefðbundnu heimilisvörur og komum svo heim hálf fjögur og þá fóru krílin í sturtubað í nyju sundbrókunum sínum og fannst það voða gaman,við fengum heimsókn Kristín Bessa og Jói komu og það var mjög gott að hitta og sjá þau en í fyrramálið á ætlum við Kristín að eiga stund saman
við horfðum á landsleikinn í handboltanum með þeim og var dálítil dramatík þessi leikur en hefði mátt fara aðeins betur,og að venju þá var líka horft á EMí fótbolta og þar var líka svaka spenna og góður leikur en núna er bóndinn að vinna og elsta dóttirin úti að leika,hún er búin að hlakka mikið til að fara á æfingar eftir helginna og ætlar að gera betur en síðast segir hún,
jamm ætla að láta þetta duga í kvöld,er að horfa á Top Gear á skjá einum og það eru skemmtilegir þættir þar á ferð.svo hafið það notalegt og vel
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að krílin séu fær í allar laugar landsins....alltaf gaman að kaupa fyrir sinn eigin pening..kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.6.2008 kl. 09:19
kvitt kvitt hér
Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.6.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.