sumar,sumar,sumar með sól og roki

þrátt fyrir að krílin mín voru voða þreitt í gærkveldi þá hafði það nú ekki áhrif á lengri svefn í morgun,kl 5,50 þá heyrðist fyrsta kallið og svo annað kall þá var bara að drífa sig á fætur og hafa til morgunmat og klukkutíma seinna vöknuðu svo restin af fjölskildunni jamm kl sjö allir komnir á fætur Smile og tilbúin að takast á við enn einn nýjan dag með sól og vindi sem var dálítið kaldari en í gær og meira rok,eftir að krílin voru farin á leikskólann ákvað gumpurinn að mála ganghurðinna og var hún máluð tvisvar og er bara fín þá eru komnar þrjár hurðar nýmálaðar og eru þá eftir fimm hurðar sem verða málaðar í rólegheitunum enginn asi hér á bæ,

upp úr kl tíu þá var hringt í Ástu og hún varð svo samferða til Heiðar því við ætluðum að taka gönguferð og það gerðum við og var það bara fín ferð komum heim kl að verða hálf tólf og þá var stutt í að börnin kæmu heim af leikskólanum,pabbi þeirra birtist óvænt þegar mamma þeirra var að ná í börnin og voru fagnaðarfundir LoL en þau voru fljót að sofna er heim var komið en foreldrarnir fengu sér hádegisverð svo var bóndinn rokinn til vinnu og gumpurinn ákvað að fá sér smá blund og það var voða notalegt, börnin vöknuðu kl að verða tvö og voru býsna hress eftir blundinn,við fengum okkur að borða og tókum svo gönguferð í búðinna Cool og bæði börnin og mamma þeirra með sólgleraugu og það fannst börnunum voða gaman,við hittum Gyðu Dögg á fótboltaæfingu og hún mjög sátt við æfingarnar og sundið á eftir þessa daganna,

við komum svo við á leikskólanum þegar við höfðum komið við heima og skilað vörunum eftir búðaferðina og þar lékum við okkur til kl fimm og þá var líka stóra systir komin heim og við öll orðin svöng það var líka komin tími á að koma sér inn eftir útiverunna,eftir að hafa borðað vel þá áttu öll börnin leik saman fram að kvöldmat,og börnin sofnuð hálf átta en sú elsta úti að leika og bóndinn að vinna,svo er gott sjónvarpsefni,fótbolti á ruv,og skjár einn frá kl 21,25 til 22,20 jamm góðir þættir þar á ferð,

það er dálítið sem gumpurinn hefur verið að pæla í lengi en það er í sambandi við fæðingar þung lyndi,getur verið að það hafi áhrif í langann tíma ? það kom upp eftir báðar fæðingar og eftir seinna skiftið þá er eins og það sé ennþá,ég kannast alveg við einkennin eftir fyrsta barn en það varði ekki svona lengi,eða er ég bara að bilast eitthvað,veit ekki en það er eitthvað að ennþá Woundering

en jæja þetta er gott í kvöld, hafið það gott og njótið alls sem lífið hefur upp á að bjóða

kv gumpurinn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Frábær göngutúr í morgunn í þessu líka góða veðri.

Veit ekki alveg hvernig svoan þunglindi er en ef þú hefur mistu áhyggjur láttu þá athuga það.

Kveðja inn í nóttina. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.6.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

156 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband