10.6.2008 | 21:34
þvílíkt fjör og gaman í dag
við vöknuðum kl hálf sjö í morgun og var erfitt að vakna fyrir mömmuna því hún svaf voða lítið í nótt en varð að dröslast á fætur og gefa börnum að borða en elsta dóttirin svaf til átta en pabbinn var drifinn á fætur og borðaði með börnunum en á meðan þá fór mamma þeirrra í sturtu svona til að vakna betur svo var ekki á dagskrá að leggja sig eftir að krílin voru farin á leikskólann því von var á konum í heimsókn,svo það var bökuð hollustu rabbabarapæ og borið fram með ís,rjóma og sultu,og var þetta bara nokkuð gott þrátt fyrir nokkra súra bita og að vanda þá skorti okkur ekki umræðuefnið en gumpurinn ætlaði að koma með smá ræðu en eitthvað gleymdist það svo nú kemur smá klausa um það sem gumpinum lá á
fyrir nokkrum árum ca átta árum þá fór gumpurinn á miðilsfund ekki sá fyrsti en það sem kom þar fram var meðal þess að seinna meir mundi gumpurinn setja saman einhverskonar umræðu hóp sem mundi aðalega vera til þess að leiðbeina,aðstoða og hjálpa einstaklingum við mismunandi verkefni, og svo í gegnum árin eftir þennan fund þá hefur gumpurinn öðru hverju rifjað þetta atvik upp og viti menn og konur að ekki als fyrir löngu þá vaknaði gumpurinn einn morguninn með þá hugmynd að koma saman konum og spjallað saman um það sem það langaði til að tala um jafnvel að fá ráð og leiðbeiningar frá öðrum konum og bara líka létta á hjarta sínu, spjallað,hlegið,grátið,farið í gönguferðir já bara ýmislegt, og þá var hóað saman fyrst tveimur konum og svo hefur sú þriðja bæst í hópinn,og gumpurinn hefur verið að gera ymsar tilraunir með mat og drykk svona hollustu fæði s,l. fimm ár fyrir fjölskildunna sína og hefur svo verið að bjóða konunum,upp á ýmsa rétti og drykki ,það er bara svo gaman að geta,vilja og langa til að gleðja aðra bæði með mat,drykk og góðu spjalli
jamm svona vildi þetta allt saman til en ræðan hefði örugglega verið lengri ef hún hefði verið sögð við ykkur í morgun en svona er þetta í stuttu máli kæru konur,
en dagurinn í dag var bara fínn fyrir okkur,þrátt fyrir að gumpurinn sé slatti lasinn ennþá en eftir að krílin höfðu sofið í dag þá fórum við í gönguferð með Helgu og Ástu ásamt fimm hundum héld ég örugglega og af stað stormaði hersingin niður Ásabrautina og inn götuna hjá Heiði,man aldrei í hvaða röð göturnar heita komum þar aðeins við það þurfti nú sólarvörn á umm allaveganna tvo af hundunum og haldið áfram svo göngugötuna í átta að Laut en krílin mín voru búin að ákveða að fara til Sigga og hoppa þar,trampolinið,og þvílíkt veður,og áður en ég vissi af þá voru börnin boðin í pottinn og þá varð gumpurinn að drífa sig heim og ná í armkúta og auka föt og börnin höfðu mjög gaman af að busla í langann tíma fengu sé appelsínur og epli í pottinum og svo var nokkrum sinnum hlaupið upp úr og farið á trampolinið og er sólin var að hverfa bakvið skí þá voru börnin drifin upp úr og eftir þurk og hrein föt,léku sér smástund á meðan mamma þeirra og Eygló fengu sér kaffi og þreitt voru börnin er heim var komið upp úr kl hálf sex,borðuðu vel af hafragraut og skyri,tóku leik við pabba sinn,svo þegar þau áttu að fara að sofa um kl hálf átta þá birtust afi og amma svo þau vöktu aðeins lengur en voru
kl átta,vonum að þau sofi til hálf sjö vonandi lengur,þau eru mikið fyrir að vera úti en við höfum ekki ennþá girtann garð og ekki má fara á leikskólann fyrir en eftir kl fimm á daginn svo þessir tveir dagar sem þau hafa farið og leikið við Sigga er búið að vera gaman fyrir þau, þar er girtur garður og fín leikaðstað en það er stefnann að girða af hluta af garðinum sem allra fyrst fyrir börnin
en Gyða Dögg og pabbi hennar fóru bátsferð á björgunarbátnum og verða eitthvað fram að kvöld,en afi og amma voru aðeins lengur,
svo nú ætlar gumpurinn ap láta staðar numið í kvöld og bið að heilsa ykkur í bili en hafið það gott og njótið þess að vera til
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir daginn og þetta var mjög gaman hlakka svo til að hitta ykkur í fyrramálið kl.10,30 var það ekki átti ekki að hittast hér ?
kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.6.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.