9.6.2008 | 20:09
fótboltaskólinn byrjaður,og loksins gott veður
sælt verið fólkið, hér á bæ var að venju tekið daginn snemma kl sex og drifið morgunmatinn af krílin voru víst voða svöng og borðuðu býsna mikið og tóku góðann leik fyrir leikskólann með pabba sínum en mamma þeirra var bara voða lúin og hafði það af að koma þeim í leikskólann og er heim var komið þá var elsta dóttirin vöknuð og búin að fá sér morgunmat,hún ákvað svo að hafa það notalegt heima en á meðan þá skreið mamma hennar aftur upp í rúm og dormaði til kl tíu þá fórum við mæðgurnar smá bílferð og svo fór daman til Birnu Mariju frænku sinnar þær komu svo fljótlega heim en fóru svo í fótboltaskólann en Gyða Dögg var búin að spyrja frænku sína hvort hún vildi koma í þann skóla svo hringdi Ásta frænka og vantaði nánari upplýsingar um skólann og leist svona líka vel á og dreif með stelpurnar upp í gula hús,en stelpurnar tóku svo þessa venjulegu æfingu eftir tímann hjá fótboltaskólanum en þess á milli fóru þær heim til Birnu það þarf nefninlega að hlaða sig af orku fyrir næstu æfingu og eftir hana þá var sundferð sem sagt hellingur að gera hjá þeim og það er bara mjög gott og er Gyða Dögg mjög ánægð með daginn og núna er hún með pabba sínum úti á sparkvölli að æfa með honum það þarf aðeins að þjálfa pabba segir hún,
á meðan krílin lögðu sig ákvað mamma þeirra að dorma aðeins og er frekar slöpp með hita og höfuðverk ásamt kvefi, eftir að krílin höfðu lagt sig í dag og borðað þá fórum við í gönguferð þrátt fyrir slappleikan þá var bara veðrið svo gott að það varð að fara út ,fyrst upp í búð svo rölt heim með mjólkina og það var svo haldið áfram að rölta og annar hringur tekin en reindar minni hringur við fórum niður Ásabrautinna og að fornuvör og göngustíginn heim en er við vorum komin að húsi afa og Eygló þá komu þau heim á bílnum og krílin vildu hitta Sigga,okkur var boðið inn og út í garðinn og þar léku börnin sér í dágóða stund,fóru á trambolin og fannst voða gaman ásamt annað dót og hundarnir,okkur var svo boðið inn og mömmunni boðið kaffi með kalli og kellingu en börnin í leik og ekki leik,Siggi fór svo í pottinn og krílin mín vildu fara í bað en við ákvöðum að þau færu seinna í pottinn svo við komum okkur heim kl að verða sex og börnin í bað og stuttu eftir kom pabbi þeirra heim, stutt í kvöldmat og svo leikur með pabba sínum fram að háttatíma,svo núna er bara afslöppun og láta sér líða vel,held bara að verkjatöflurnar séu aðeins farnar að virka
og í fyrramálið er von á heimsókn því konurnar í stuðningshópnum koma og það verður vel tekið á móti þeim og okkur mun ekki skorta umræðuefni,vona að heilsan verði betri og ætlunin er að taka göngu á morgun,
bið að heilsa í bili og hafið það sem allra best
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt Ágústa mín þú ert alltaf jafn dugleg.
Kveðja úr Norðurvörinni.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.6.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.