4.6.2008 | 20:54
notalegur morgun og bæjarferð í dag
við mæðgurnar höfðum það notalegt í morgun,krílin farin á leikskólann og bóndinn í bæinn til vinnu,elsta dóttirinn svaf til kl níu í morgun jamm og það gerist mjög,mjög sjaldan að það komi fyrir,en gumpurinn skreið upp í rúm eftir ferðina á leikskólann og ákvað að kúra þar til dóttirin vaknaði og var alveg að sofna þegar hún kom fram og skreið beint upp í rúm foreldra sinna og kúrði með mömmu sinni í dágóða stund og spjölluðum við og áttum notalega stund,fengum okkur morgunmat saman og hún dreif sig svo í sturtu,fórum í smá bílferð og svo var bara að koma hádegi og hún fór til vinkonu sinnar sem ætlar svo að gista hér í nótt,
á leiðinni heim úr leikskólanum þá komu börnin auga á pabba sinn sem kom óvænt heim úr vinnu úr bænum,það var ekki hægt að hífa í rokinu og það urðu ekkert smá fagnaðarfundir krílin á útopnuðu en voru samt alveg til í að fara að sofa er heim var komið,við hjónin gátum borðað hádegismat saman og langt síðan það gerðist síðast það var mjög notalegt,svo var hann farin í vinnu og ennþá sváfu börnin svo gumprinn ákvað að dorma í stofusófanum og var það bara notalegt en upp úr kl hálf fjögur ákvöðum við hjónin að fara bæjarferð og versla eins og eitt reiðhjól fyrir elstu dótturinna það var komi tími til gamla hjólið sem lítur bara vel út og allt í lagi með það er orðið of lítið svo við skoðuðum nokkur hjól á mismunandi stöðum og fundum gott hjól og komum heim um hálf sjö en ennþá beið hjólið í bílnum þar til stelpurnar ákvöðu að fara að hjóla,Gyða Dögg og vinkona hennar,þá var hún plötuð að bílnum og svipurinn
vá undur og stórmerki og hún voða glöð og er ennþá úti að hjóla,en kemur heim kl tíu og það er ennþá ekkert vandamál,
bóndinn er að vinna sjálboða vinnuna sem er einu sinni í viku með björgunarsveitinni svo gumpurinn er að reyna að halda sér vakandi en ætla að láta þetta gott heita í kvöld
og bíður ykkur góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
innlit og kvitt Ágústa mín.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 22:46
Bara að kvitta !
Húsmóðir, 5.6.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.