3.6.2008 | 20:55
það er verið að æfa stíft fyrir mótið næstu helgi
það er alltaf jafn erfitt að vakna kl sex á morgnanna en ekkert droll hér á bæ og börnin vilja morgunmat og það strax svo það var engin undantekning í morgun við elduðum hafragraut og bættum svo út í rúsínur og kanil og voða gott ásamt lýsi og vitamín í eftirrétt,bóndinn hefur verið að fara í vinnu kl sjö og er langur vinnudagur hjá honum en börnin finna það vel og spyrja oft um hann en sem betur fer þá er þetta bara tímabundið börnin voða glöð í morgun gott veður og þau tóku á sprett um leið og útidyrnar opnuðust svona eins og beljurnar þegar þeim er hleift út á vorin en börnin eru voða glöð að geta verið úti en það er því miður ekki mikið um það og við heyrðum einmitt í dag í Sigurði barnalækni og hann staðfesti grun okkar og börnin eiga að mæta á heilsugæslu stöðina hér á fimmtudagsmorgun í blóðbrufu það á að gera mótefnamælingu og oðnæmispróf svo eiga þau að vera áfram á pústi og taka nefúðann jamm svo er nú það og eru þau að fyllast af kvefi og hósta
í morgun var konu morgun hjá stuðningshópnum,ein mætti,ein er í bústað en við vorum að pæla í að hringja óvænt í hana og hafa símafund það hefði nú verið gaman og ein svaf vært en hún ætlar að kíkja við tækifæri, það var boðið upp á hollann og góðan drykk gerður úr cocosmjólk,bönunum,kanil og vanilludufti ekkert smá góður en sá drykkur er úr bókinni grænn kostur Hagkaupa og er sú bók notuð mikið hér á bæ,gott að frysta og nota sem ís,
elsta dóttirinn er voða glöð með fríið sitt var úti til kl tíu í gærkveldi og var fljót heim og sofnuð fyrir kl hálf ellefu og í morgun þá svaf hún til kl átta og var ólm í að komast út en varð að bíða til kl tíu þá var einhver vinkonan vöknuð en hún komst svo að því að einn vinurinn hennar hann Sverrir vaknar líka snemma svo það birti nú aðeins til með það að komast sem allra fyrst út á morgnana en við mæðgurnar fórum aðeins í búð í morgun í Palómu og versluðum íþróttaföt tvennar peisur önnur er þunn svört Adidas í stíl við buxurnar sem voru keiftar í gær og svo rauð hettupeisa og það var 50 prósenta afsláttur og borguðum við tæpar fjögur þúsund fyrir þrennar flíkur og ekki veitir af fatnaði fyrir íþróttirnar fernar æfingar á viku svo er mót um helgina ,Bónus og Síma mótið, en Gyða Dögg verðum á sunnudaginn að keppa og hlakkar henni mikið til ,hún er á fullu að æfa því hún er með mikin metnað og vill bæta sig alltaf betur og betur,og svo er hún voða ánægð að vera með sama kennarann næsta vetur og hefur sá kennari verið með þennan bekk tvo vetur og eru börnin bara heppin að hafa sama góða kennarann áfram það er nokkuð um kennara skifti og það leggst mis mikið á nemendur en sem sagt við foreldrarnir og dóttirin mjög ánægð
vona svo að kvennasérfræðingurinn,Þórður heitir hann úr Art Medica, hringi á morgun og við getum rætt þetta verkja og hormonavesen þetta er alls ekki gott,búið að vera síðan börnin fæddust og það er búið að prófa ýmislegt en ekkert gengur svo það er ekkert verið að gefast upp það mun finnast lausn á þessu segir læknirinn,hann er mjög fínn og hjálpaði okkur hjónunum að eignast börnin okkar svo honum mikið að þakka
jamm ætla að láta þetta gott heita í kvöld og bjóða ykkur góða nótt og vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverslags er þetta ein í sumarbústað og önnur sofandi
.
Hann Sverrir Breiðfjörð var vaknaður kl 7,30 í morgunn hann er oftast upp snemma.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.