bara þrír dagar

eftir af skólanum sagði Gyða Dögg þegar hún fór að sofa í gær og hlakkar mikið til að fá sumarfrí en hér er búið að vera fjör að vanda,en líka veikindi hjá Gyðu Dögg hún er á biðlista eftir lyfjunum sem hún er búin að vera á síðan sumarið 03 og það er búið að valda henni ristil,kvið, ógleðis og migrinisverkjum s,l. hálfan mán án lyfjanna,en þau svör sem við höfum fengið að lyfin ekki til á landinu og vonast er eftir þeim núna í vikunni,en hún ákvað að fara í ferðina í húsdýragarðinn í morgun þrátt fyrir að vera lasin,en kennarinn veit af þessu og við ræddum saman í morgun,og eftir ferðina fer Gyða Dögg í klippingu og það má bara særa hárið segir hún en það hafa verið umræður hér að hún láti nú taka slatta af því og það kemur svo í ljós í dag hvað hún gerir en sem betur fer þá er hárið á henni ekki þykkt Wink

í gærkveldi þá var máluð ein umferð með málningu á hurðina og karminn þar í kring og svo klárað í morgun ásamt að mála karminn kringum stofu opið það er á döfunni að mála alla hurðakarma og hurðar með 40 prósenta gljáa það þarf að geta verið hægt að þrífa án þess að málningin flagni af eins og búið er að gerast hér á bæ Frown

 og í dag er vorhátíð á leikskólanum og það gæti verið að við förum þangað eftir að við höfum farið á klippistofunna og í búðinna ef við göngum ferðina það fer eftir heilsu gumpsins en það væri best að geta farið gangandi,bóndinn er að vinna í Mosfellsbæ og er búin að vinna kl sex þá ætlar hann að koma við í Húsasmiðjunni og ath þar með kerru sem er sett aftan á reiðhjól það er auglýst þar kerra í nýja blaðinu sem var að koma með póstinum og sú kerra er fyrir tvö börn, annars verður bóndinn að vinna í bænum allavega næstu tvo daga í viðbót.

og helgina sem er að koma þá verður bóndinn viðlátin þar við störf björgunarsveitarinnar og með kranabílinn þar vegna kassaklifur,svo við kíkjum nú aðeins þar við fjölsk þegar bóndinn losnar frá,og við erum búin að bjóða frænku sem er dóttir systir bóndans að vera hér um helgina hún kemur á fimmtudaginn og það er óvænt að þær stelpurnar munu vera saman um helgina þær eru mjög góðar vinkonur og semur voða vel,við reindar sögðum dóttur okkar í gærkveldi að það muni dálítið óvænt vera um helgina og hún sagði strax, fæ ég nýja herbergið mitt en nei því miður ekki alveg strax og við foreldrarnir litum á hvort annað og hugsuðum það sama Blush það verur að fara að drífa herbergið af sem fyrst en það er brjálað að gera í vinnu og um leið og næsta helgi losnar þá verður veggurinn rifinn

í kvöld þá er söngskemmtun hjá stelpunum í fótboltanum sem Pálmar þjálfari heldur með þeim og verður sú skemmmtun í skólanum og Gyða Dögg vill endilega að annað hvort okkar komist með henni en hún veit að það sé kannski hægt því pabbi hennar vinnur kannski í kvöld en henni hlakkar mikið til og ætlar hún ásamt Ellu að taka lag saman og það verður örugglega fjör þar Grin

jamm ætla að láta þetta duga í dag það er best að fara að sinna krílunum þau voru að vakna og eru búin að koma sér fyrir í stofusófanum og kíkja aðeins á mynd og á meðan þá ætlar gumpurinn og dorma aðeins hjá þeim

hafið það gott og njótið dagsinns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband