26.5.2008 | 21:28
það hefst allt í rólegheitunum
það gengur bara vel í vorhreingerningunni á heimilinu,í morgun eftir að börnin voru farin í skóla og leikskóla og að venju bóndinn farin í vinnu þá ákvað gumpurinn að skella sér í ræktina og eftir viðtal við eiganda þar og þjálfara þá á að setja pásu á lyftingar í salnum en má nota fjölþjálfann en fara rólega það eru veikindi að hrjá gumpinn sem setja strik í það sem þarf að gera dagsdaglega hér heima fyrir en gumpurinn byrjar á verkunum og tekur því bara rólega
nú eftir smá æfingu og sturtu þá var byrjað á að pakka niður styttum og myndum úr herbergi Gyðu Daggar og eru veggir og hillur tómlegar hún á hellingur af alskonar puntudóti sem hún hefur sankað að sér já og steinarnir sem eru út um allt,en öllu þessu er pakkað niður og ekki tekið aftur upp fyrr en hún er flutt í nýja herbergið nú í sumar
heyrði í heimilislækninum og hann vildi að gumpurinn pantaði strax símatíma hjá bæklunarlækninum og á von á að hann hringi á miðvikudaginn,það er allt versna frekar hratt öll liðamót mjög stíf og bólgin og verkir ornir þannig að verkjalyf virka ekki og eru stanslausir og átti gumpurinn að hafa samband um leið og eitthvað mundi breitast og það er orðið löngu tímabært að heyra í lækninum
nú eftir kvöldmat og börnin sofnuð þá ákvað gumpurinn að byrja á svalahurðinni og grunnaði hana svo á morgun þá er stefnan að mála hana og koma fyrir rúllugardínunum og þá má sólin skína að vild inn um gluggann
jamm ætla að láta þetta duga í kvöld
hafið það sem allra best og góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.