er sumarið komið ?

sitt lítið af hverju síðustu daga,heilsa gumpsins ekki nógu góð og hefur heimsóknum í ræktina ekki verið síðan á þriðjudag en það kemur vonandi fljótlega en gumpurinn hefur reynt að fara í gönguferðir með krílin í staðin og ekki hefur veðrir verið neitt til að hrópa húrra yfir en er þetta ekki bara sýnishorn á sumarverðið sem koma skal rok og rigning Frown

en það aftraði nú ekki gönguferð í gær því gumpurinn fékk þau skilaboð frá bónda sínum að fara nú upp í Aðalsport og kaupa sér almennilega strigaskó svo gaf hann kellu sinni pening sem áttu að fara í skó,nú gumpurinn klæddi sig og  börnin vel og börnin í kerru og svo var arkað af stað í roki og rigningu, nú stefnan á Aðalsport og jú þar fundust þessi líka flottu skór sem pössuðu vel og var það síðasta parið sem passaði og jú gumpurinn splæsti á skóna en keifti líka þunnar sumar húfur á krílin það er nú ekki hægt að láta þau vera með þykkar lambúsetur ef það skildi koma sól og hiti Cool bjartsýni til staðar.

nú áfram var arkað út í rokið og rigninguna ásamt nagandi samviskubiti yfir skónum og verðinu 6500 kr á 40 prósenta útsölu en ekki með samviskubiti yfir húfunum nei og nei, fyrir utan verslunarmiðstöðina þáhitti gumpurinn Heiði ásamt yngstu dótturinni og sú stutta er aldeilis orðin stór að fara að byrja í skóla í haust vá hvað tíminn líður hratt,við áttum spjall í dágóða srund og bauð gumpurinn henni að slást í stuðningshópinn og hitta okkur á þriðjudagsmorgna og tók hún því vel, og á meðan við spjölluðum þá kom önnur vinkona hún Birgitta og höfum við ekki hist í þó nokkurn tíma og áttum við líka gott spjall fórum í vínbúðina það á að fá sér aðeins bjór í kvöld , eurovisionkvöldið, við stefnum á að gera tilraun í sumar og hittast eitthvað Wink

viðkoma í búðinni næst á dagskrá og ennþá var arkað af stað og ekki heim nei það var einn viðkomu staður eftir N1 búðin og ná í varahlut í bílinn stýrisendi sem er erfitt að fá þessa daganna eða vikurnar, og komum við heim eftir tveggja tíma ferð og mikið var það notalegt ekki var okkur kallt en samt gott að koma heim,börnin ffengu sér jarðaber og voru ekki lengi að klára heila öskju ásamt eplum, bóndinn kom svo heim upp úr kl sjö og þá voru börnin búin að fá slátur í matinn og skyr með rjóma og fengu sér meira með pabba sínum, þau voru svo sofnuð rúmlega hálf átta en bóndinn fór út  og ætlaði að setja stýrisendann í bílinn en hann passaði svo ekki, en bóndinn fór í snögga bæjarferð í morgun og með gamla endan með sér til að fá alveg eins,

en elsta dóttirin og vinkona hennar sem gisti hér í nótt þær fara í bæjarferð núnakl tíu að keppa í fótbolta og fara þær með foreldrum vinkonunar,gumpurinn stefnir á gönguferð í dag og svo á að baka pizzu upp úr kl sex í kvöld og bjóða svo upp á ís í eftir rétt með eurovivion, það verður bara gaman að horfa á ó kvöld og við vitum að okkar fólk mun standa sig vel hvort sem þau fara langt eða ekki,og við óskum þeim góðs gengis

ætli þetta sé ekki orðið gott í dag eða þennan morgun það þarf að fara að koma stelpunum af stað og fá sér svo kaffisopa og lesa fréttablaðið ef það kemur,

gumpurinn kveður ykkur með Kissing

hafið það sem allra best

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband