17.5.2008 | 21:27
ýmislegt gert í dag já og skólaslit í kirkju í gær
mikið óskaplega er gaman að horfa á þáttinn alla leið,Palli og spekingarnir bara skemmtilegir og vá fötin hans Palla, við hér heima hlökkum mikið til að horfa á öll þrjú kvöldin sem verða í næstu viku og áfram Ísland
annars bara allt fínt hér á bæ,við skelltum okkur í bæjarferð og versluðum gjafir handa afmælisbarninu sem verður þrítug á morgun, kíktum í Holtagarðanna í nýja Hagkaup og fundum boxer buxur á Sölva Örn hann er að vaxa upp úr samfellunum og honum finnst voða flott að vera í brók eins og pabbi,litum við í Útilíf og fengum takka fótbolta skó og hanska fyrir Gyðu Dögg og enduðum ferðina á bónus í Hafnarfirði og þar fékk Bríet Anna sokka og teyjur í hárið hún á fullt af fötum en það er ekki hægt að skilja eitt barnið eftir svo hún fékk sem sé smá glaðning krílin eru nokkuð hress þrátt fyrir blöðrur og sár í munni og pirring en læknirinn segir að þau séu hætt að smita þegar blöðrurnar séu komnar en sem betur fer þá er enginn hiti,þau sofa og borða ágætlega,
í morgun þá komst gumpurinn loksins í ræktina eftir viku hlé en hnéð er ekki orðið gott svo það var létt tekið á því fjölþjálfinn í hálf tíma svo teijur á eftir,kemst vonandi aftur á morgun í það sama,kannski er það skrítið en það hefur mikil áhrif á sálar líf gumpsins ef ræktin er ekki stunduð eða komist út í gönguferð helst á hverjum degi og þá ekki endilega til að hamast alltaf brjálæðislega,einhvern vegin þá verður gumpurinn niðurdregin eins og inniveran hefur verið í vetur eða ef veikindi eru heima fyrir og ekki hægt að komast út,það er ekki hlaupið að því að fá barnapíu og komast í smá gönguferð,en einhvern veginn þá glæðist oftast einhver birta inn og gumpurinn grunar að bjartsýni eigi einhvern hluta af því, eins og sagt er stundum það birtir upp um síðir,
verð að minnast á skólaslit tónlistaskólans sem voru í gær,við Gyða Dögg mættum að sjálfsögðu í kirkjunna og hlustuðum á hæfileikaríkt fólk spila og syngja og taka svo við einkunum og dóttir mín náðu sínum áfanga fyrsta stigi í fiðluleik hún fékk 8,2 í einkun af 10 möguleikum hún var svo ánægð og við líka fyrir hennar hönd.
ætla að láta þetta duga í kvöld
góða nótt og vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.