það er búið að vera notalegt

gumpurinn heilsar ykkur eftir langa pásu, kannski að einhver hafi saknað gumpsins hver veit Woundering en fjölsk átti gott frí í bústaðinum, gönguferðir og ferð upp á Langjökul og komum heim á mánudag, það er búið að vera mikið að gera, þvo þvott,og þvo bíl,og aðeins hreingerning á íbúðinni, konurnar sem hafa verið að kíkja í heimsókn á þriðjudagsmorgna komu sitt hvor daginn ein í gær og ein í morgun en það var í góðu lagi.

í gær höfðum við samband við Sigurð barnalæknir vegna þess að Sölvi Örn er allur að slappast komin með meira kvef og í augun ásamt hita um helgina og ef þetta mundi gerast áttum við að hafa samband við hann nú Sigurður vildi setja Sölva á tveggja vikna pensilin kúr en Bríet kláraði sinn þriggja vikna kúr á sunnudaginn og strax byrjuð að versna þannig að það lítur út með það að börnin mín fari í hellings rannsókn í sumar hjá oðnæmislæknir, ekki lítur þetta nú vel út og ekki verða margar útilegu ferðirnar þetta sumarið ef þetta verður svona Frown

það er vonandi að sumarið sé komið allavega síðustu daga og í tilefni þessa góða veðurs þá hefur gumpurinn tekið gönguferð sl. daga með krílin og í dag þá komum við í Aðalsport verslun og keiftum skó á krílin gerðum góð kaup og ekki verra að það er 40 prósenta afsláttur af skóm og það er mikið þegar það þarf að kaupa tvö pör af góðum strigaskóm á börnin Wink og á leiðinni heim þá komum við á leikvellinum fyrir neðan Hólavellina og stoppuðum þar dágóða stund við komum svo heim um kl hálf fimm og börnin löbbuðu nánast alla leiðina frá Aðalsporti og heim en sátu í kerrunni þegar við fórum í búðina og voru orðin nokkuð lúin er við komum heim, og með góða matarlist.

annars er bara allt ágætt að frétta, gumpurinn við þokkalega heilsu en hefur ekki getað farið í ræktina síðan fyrir helgi var óheppin að klemma hnéð eða réttara sagt að bílhurð skelltist á hnéð og klemmdi,ekki eru hnén í góðu lagi fyrir. bóndinn vinnur og vinnur öll kvöld, Gyða Dögg dugleg að læra og fyrir prófin sem byrja á morgun og það er mikil tilhlökkun hvað kemur svo út úr prófunum hún vill standa sig vel að hennar sögn og fær upprifjun heima fyrir.

ætla að láta þetta gott í kvöld það er stutt í háttinn, hafið það sem allra best og njótið lífsins

ætla að enda þetta á klukkinu frá Birgittu

það sem hefur fært mér hamingju

það að vera til

 börnin mín

 manninn minn

 foreldra mína

 systur mínar

vini mína

heimilið mitt

að búa á Íslandi

 Kissing til ykkar og góða nótt

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband