7.5.2008 | 20:34
vakna fyrir allar aldir
það fer voða lítið fyrir minni gumpsins,gleymdi að minnast á árangur Gyðu Daggar í gær á fótboltaæfingunni hún var valin leikmaður mánaðarins takk Heiður fyrir að minnast á þetta,ekkert smá stolt stelpan þegar hún kom heim eftir æfinguna með þennan líka flotta bikar sem stendur á náttborðinu hennar og búið er að taka mynd svona til minningar.
annars var vaknað MJÖG snemma í morgun kl 5,20 bóndinn farin í vinnu en yngstu börnin voða morgunhress og ekkert annað í stöðinni en að fara á fætur og þegar börn voru farin að heiman þá dreif gumpurinn í að búa um rúm og opna glugga,sem dugði í smástund´, því það eru framkvæmdir í innkeyrslu á neðri hæðinni og það nötraði allt þegar þjappan fór af stað og hávaðinn svo gluggum og hurðum sem snéru að heimkeyrslunni var snarlega lokað aftur,en svo var sett í þvottavél og loka morgunmatur og blaðið lesið,einn kaffibolli og svo í dekur á Rossini og voða flott eftir það dekur
og meira að segja krílin mín tóku strax eftir breytingu Bríet sagði vá vá en Sölvi hann setti í brýrnar og sagði mamma ó ó mamma fá plástur og benti á augnabrýrnar og hárið og því er ekki ennþá haggað hjá honum hann kemur reglulega við augnabrýr og hár og segir það sama mjög hugsandi,
svo er Sölvi minn farin að taka upp á því að bíta önnur börn og við erum að vina í því ásamt fóstrunum á deildinni en þær segja að þetta sé tímabil og þetta sé algengt og við þurfum ekki að hafa of miklar áhyggjur en við erum bara með slatta af áhyggjum, Sölvi er heldur betur farin að svara fyrir sig ef einhver ítir við honum eða tekur af honum eitthvað þá tekur hann á móti en bítur samt ekki alltaf sem betur fer en það er samt mjög leiðinlegt við þyggjum ráð ef einhver á þau til
nú gumpurinn er að taka heimilið svona smátt og smátt í almenna hreingerningu skápar teknir og losað við sem er ekki notað,skápurinn elstu dótturinnar tekin í dag og það var mikið sem er orðið of lítið hún stækkar frekar hratt er alveg að verða 140 cm á hæð svo er líka föt sem hafa ekki ennþá passað utan um hana en hafa fengið að vera í skápnum í von um að það komi tími á að þau passi en ekkert gerist, það er mjög erfitt að fá föt sem passa utan um hana í búðum annað en leggings og bolir en það vantar buxur en sem betur fer þá er farið að hlýna í veðri svo leggings og bolir eru óspart notuð.
gumpurinn orðin frekar lúin og ætla að láta þetta duga í kvöld enda búin að vaka frá því mjög snemma í morgun og ætla því að sofna ekki seinna en kl tíu, það er aldrei að vita nema börnin verði aftur svona morgunhress og ekki að ræða það að þau vilji sofna aftur,
góða nótt og dreymi ykkur vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já varð að minnast á þetta var pínulítið monntin af vinkonu sonarins.Ég kannast líka við þetta með stærðir á fötum þetta er frekar leiðinlegt svo það verður bara að nota belti og eiga nóg af svoleiðins fíeríi...
Kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.5.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.