viss mynd farin að hafa áhrif

að venju var dagurinn tekin snemma í morgun,kl 5,45 vaknaði Bríet Anna og vildi fá sér morgunverð það gauluðu garnirnar í henni og það var vel borðað og matarlistin er öll að aukast hjá henni eftir að hún byrjaði á lyfjameðferðinni hún var borðandi í rúman hálftíma og kl sex vaknaði Sölvi Örn og var ekkert morgunhress, vildi bara mömmu fang og kúra inni í stofu það gekk í smástund en svo var hann ósáttur að fá ekki pelann sinn en þá var honum bara vísað inn í herbergið sitt þar til hann væri orðin góður,þetta ráð sagt með ákveðnum tón hefur virkað vel reindar nýfarið að nota það, nú hann rölti inn í herbergið sitt mjög brúnaþungur og lokar á eftir sér svo eftir ca mín þá opnar hann og kemur út með bleiju og vill fá nýja,og svo morgunverð,

verð að minnast á dálítið því í gær þegar bóndinn hringdi að þá var honum sagt frá þessu með að senda strákinn ínn í herbergið og vera þar þar til hann er orðin góður þá allt í einu fattaði gumpurinn og sagði bónda sínum,er nokkuð búið að vera horfa á Lottu myndirnar ? svo var Grin já einmitt, þessar myndir eru vinsælar hér á bæ og það er einmitt þessi setning sem mamma Lottu segir þegar Lotta hefur verið óþekk, það er sem sagt farið að vitna í þessar myndir og bara nokkuð fyndið annars hafa börnin ekki tekið upp á öskrunum hjá Lottu heldur segja þau uss nei nei Lotta ekki þetta, þegar Lotta er óþekk,

jamm svona er nú það, Lottu líf á bænum en annars var bara nokkuð rólegt á milli systkinina í dag,og í morgun þá komu konurnar í heimsókn og var boðið upp á hollar vöfflur með jurtarjóma og sykurlausri sultu og rann þetta ljúft niður Smile að venju skortir ekki umræðuefnið og höfðum við gaman af.

eftir hádegi þá var Helga systir beðin um að passa því það var komin tími á dekur hjá gumpinum,heimsókn til Hildar snyrtifræðings og farið í augnbrúna og augnhára litunn og vax og ekki veitti af og svo í fyrra málið kl 9,30 þá verður farið í klippingu og litun á Rossini sem sagt tími til komið á notalegt dekur og þetta er eiginlega það eina sem gumpurinn leifir sér á þriggja mánaða fresti og á það sko inni Joyful

en fyrst verður farið í ræktina strax eftir að börn eru farin í skóla og leikskóla og spriklað í klukkutíma og svo bara næs tími fram að hádegi, gumpurinn er að byrja að undir búa sumarbústaða ferð og það er stefnt á bakstur í vikunni snúðar,orkubitar,hveitikökur,og hummus,og gera lista yfir það sem þarf að taka með og dúllast við þetta næstu þrjá daga,

og bóndinn er ennþá að vinna en kom heim í klukkutíma frá hálf sex til hálf sjö og það var gott að fjölsk gat borðað saman það er venja hér að borða saman kvöldmat en stundum gerist það að bóndinn er fjarverandi,nú í boði voru heimatilbúnar fiskibollur með gufusoðnum rifnum karteflum,brún sósa og mjólk og það var mikið borðað og allir sáttir, Gyða Dögg fór svo aftur út, það er passað upp á að við vitum af nýja útivistatímanum til 10 á kvöldin , en það verður ekki tekið gildi hér fyrr en skólinn fer í sumarfrí en í kvöld þá mátti hún vera úti til níu, fínt veður og krakkarnir í leikjum á skólalóðinni,

ætli þetta sé ekki orðið gott í kvöld,hafið það sem allra best og góða nótt

kv gumpurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Sæl.

Hehe kannast við þetta með útivistatímann úff þetta á eftir að vara lengi og það vesnar bara eftir því sem mannskapurinn stækkar...en mig langar samt að bæta því við hér að ég var vitni af því sem dóttir þín fékk í fótbolltanum í gær alveg frábært hjá Gyðu til lukku með stelpuna Ágústa og Heiðar.

Kveðja Heiður.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.5.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband