Hugleiðing...áframhald um lífið

eftir síðustu hugleiðingar færslu og gumpurinn komin í bólið á kom mikið fram í huga sem vildi brjótast út og komast á blogg,gumpurinn hefur orðið vitni af mikilli ókurteisi þegar börn eru annars vegar,það er með ólíkindum hvað þessar mannverur þurfa oft að þola mikla ókurteisi,það er ekki ósjaldan sú sjón þegar kemur að afgreiðslu í verslunum,börn þurfa líka afgreiðslu en oft er þeim ýtt út í horn og troðist fram fyrir þau,ýmis orð falla eins og farðu frá hvað ertu að þvælast svona fyrir ætlaðir ÞÚ að fá nokkuð  vertu úti,

EN börn eru líka ókurteis,gumpurinn fer stundum upp í skóla og ávalt heyrt og seð ljótt þar,td.í haust þá voru foreldrardagar í skólanum og gumpurinn hlakkaði mikið til loksins var hægt að vera með í tíma og útiveru,það var bara fínt í tímanum en á göngunum þá kom fyrsta áfallið,börnin voru MJÖG ókurteis,ekki öll en stór hluti þess,ljót orð,slagsmál,hrækja,hótanir,uppnefna,svo mætti lengi telja nú í útiverunni þá voru nokkrir krakkar í leik,skotbolta og dóttir mín vildi bara horfa á í þetta skifti og stóð hjá mömmu sinni nú þetta byrjaði vel en svo vildu krakkar vera með og bættust nokkrir VEL VALDIR í hópinn en sumum var vikið frá og sagt þú ert leiðinlegur,ljótur,ógeðslegur,og svo framvegis,og það var bara einn úr skotboltahópnum sem réði hver mátti vera með og hver ekki,og ef einhver mótmælti þá var þeim aðila vísað úr skotboltahópnum,

þar kom að stelpa sem er í öðrum bekk og hún var rosalega orðljót öskraði og blótaði mikið við einn strák sem var eldri og hann var bara að horfa á boltaleikinn en hann sagði ekkert en svo sagði dóttir mín að þau væru systkini,hvað er að gerast ? hverjum er um að kenna ? sú umræða hefur komið upp að foreldra kasti alltaf meiri og meiri ábyrð á skóla og leikskóla,EN FORELDRAR EIGA AÐ SJÁ UM UPPELDIÐ EKKI SKÓLINN EÐA LEIKSKÓLINN, ÞÆR STOFNANIR SJÁ  UM AРFRÆÐA BÖRNIN OKKAR,er lífsgæðakapphlauðið svo brjálæðislegt að það er ekki tími til fyrir börnin sem eyða miklum tíma fyrir framan tölvur,og sjónvarp og þar er margt sem hefur áhrif á þeirra daglega líf.

gæslukonurnar réðu mis mikið  við krakkana á vellinum og krakkarnir voru nú ekkert að skafa af orðaforðanum við gæsluna,sumar hristu bara hausinn,gumpurinn átti ekki til orð eftir þessa útiveru og situr þetta fast í höfðinu,

það hefur komið upp í umræðunni kurteisi við afgreiðslu fólk,og mikið til í því að erlent fólk sé við afgreiðslu ekkert um það svo sem að segja gumpurinn hefur ekki lent í að fá leiðindi frá erlendu afgreiðslu fólki en lent í því með íslenskt afgreiðslu fólk,

já almen kurteisi er eitthvað sem íslendingar mættu alveg taka aftur upp, er gumpurinn vann á vellinum hjá kananum í tæpt ár 2002 og 2003 þá kom það í ljós hvað kaninn er mjög kurteis í samskiftum það kom aldrei fyrir að það fólk sýndi ókurteisi eða leiðindi en margur íslendingurinn sem þar vann innan um kanann sýndi samt litla kurteisi á meðan gumpurinn vann þarna.

það er eiginlega nánast sama hvar maður er , fyrir utan heimilis, það vantar meiri kurteisi.gumpurinn ólst upp við það að sýna kurteisi og þakka alltaf fyrir sig

hvernig væri nú að staldra aðeins við og hugsa sig um,hugsið ykkur hvað svo ótalmargt sem hægt er að leiða gott af í lífinu við getum alltaf breitt einhverju að minnsta kosti reynt það, 

PRUFUM AÐ þakka fyrir okkur,sýna kurteisi,sýnum þolinmæði,taka á móti,gefa,þiggja,verum góð fyrirmynd,gefum okkur tíma, góð við hvert annað,hjálpum hvort öðru,látum gott af okkur leiða,hlustum,gefum tækifæri,

gumpurinn efast að til sé mótvægisaðgerð gegn kutreisi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband