3.5.2008 | 22:50
bóndinn fjarverandi í rúmann sólahring
þetta er nú búin að vera meiri dagurinn í dag,bóndinn búin að vinna síðan átta í morgun og verður í alla nótt og kemur heim þegar stutt verður í kvöldmat annað kvöld,hann var beðin um að fara norður á Akureyri með vélar á tengivagni og reiknaði með að vera komin norður ca eitt í nótt ef allt gengur vel og þá getur hann sofið til sjö eða átta í fyrramálið þá á eftir að tæma vagninn og svo fer hann suður,sem sagt gumpurinn saknar bónda síns,svo var ætlunin að fara í bæinn fljótlega eftir hádegi á morgun og koma krílunum í pössun til systir bóndans á meðan við færum með elstu dótturina á hundasýninguna þar sem hún mun sýna Sólon hundinn hennar Helgu systir og mikið óskaplega hlakkar henni til en við komumst ekki með hana svo Ásta frænka ætlar að taka hana að sér á morgun en hún og fjölsk hennar fara kl níu í fyrramálið þetta byrjar snemma það er svo mikið í gangi hellingur af hundum svo allt tekur sinn tíma en bóndinn vonast eftir að vera komin í bæinn ekki seinna en kl fjögur og þá ætlar hann beint á sýninguna og vera með Gyðu Dögg
og hún er sátt við það.það á nefninlega eftir að skifta um dekk á bílnum og svo má gumpurinn helst ekki aka bíl og allra síst utan bæjar á meðan verið er að ransaka svimann og yfirliðs tilfinninguna,
annars er mikið fjör búið að vera hér heima í dag,börnin sakna pabba síns voða mikið hann gat kíkt aðeins heim áður en hann fór eftir hádegi í ferðina en í morgun þá var verið að undirbúa,svo kom Gyða Dögg heim úr Njarðvík rúmlega hálf átta í kvöld og mjög þreitt en horfði á Palla eurovision þáttinn hans með mömmu sinni bara frábær þáttur ,en við fengum heimsókn,sjaldséðan gest, Heiður , hún færði okkur einn gúbbí fisk og eina ryksugu fisk það var það eina sem var eftir lifandi í búrinu hennar og bara gat ekki fengið það af sér að losa sér við fiskanna í wc svo þeir voru velkomnir hingað í okkar búr,svo var gumpinum boðið að kíkja við hjá henni og skoða fiskabúr,það er frekar leiðinleg stærð á okkar búri og er pælingin að fá annað búr,
og ekki skortir umræðuefnið þegar fleiri en ein kona hittast eða spjalla saman
en núna er komin tími á bólið gumpurinn er frekar lúin og ætlar að sofa vært, elsta dóttirinn vermir ból pabba síns hún gerir það alltaf ef hann er að heiman og oft sofnar þar þó svo pabbi hennar komi seinna um kvöldið það er eitthvað svo notalegt pabba og mömmu rúm,gumpurinn man það mjög vel úr æsku pabba og mömmu rúm er besta rúm í heimi og vinsælast, það er alltaf fjör á morgnanna er öll fjölsk er þar saman komin
sem sagt þetta lætur gumpurinn nægja í kvöld,það stittist í framhald af síðustu hugleiðinu því þegar gumpurinn kom upp í rúm í gærkveldi þá kom svo margt upp í huganum sem verður að komast að,svo það er aldrei að vita hvað kemur næst á bloggið
en gumpurinn bíður ykkur að sofa vel og njótið næturinnar og dagsins á morgun
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.