29.4.2008 | 21:17
alltaf eitthvað að gerast,,,ásamt frábærum árangri í stuðningshópnum
úff kl 5,40 í morgun þá vaknaði Bríet Anna og vildi ekkert kúra lengur bara borða núna og svo leika og það var erfitt fyrir gumpinn að vakna þó svo farið sé alltaf að sofa á sama tíma og ekki seint,en jæja hálftíma seinna þá vaknaði Sölvi Örn og vildi líka fá að borða og leika, það virðist vera löng leið að ná sér eftir þriggja ára andvöku nætur og svefnleysi en þetta kemur á endanum
nú þegar börn og eiginmaður höfðu yfirgefið heimilið þá dreif gumpurinn sér í ræktina þrátt fyrir mjög auma vöðva eftir átök morguninn áður, það gekk bara vel að æfa svo er gumpurinn kom heim og hlakkaði til að konurnar kæmu þá kom í ljós er gumpurinn pissaði að það var rosalega sárt,sem sagt komin með blöðrubólgu og blóð í þvagi, svo það var pantaður símatími hjá læknir sem svo staðfesti grun gumpsins og skrifaði upp á stert pensilin sem átti að virka mjög fljótt en ef líðan væri ekki betri á morgun þá átti gumpurinn að hafa samband strax aftur en að venju þá ríkir bjartsýni hér á bæ
nú konurnar komu og það var gaman og haldið upp á vissan árangur með því að fá sér í stórt glas melónu sem hafði lent í mixara og klaka með og það er sko mjög gott, pælt í ýmsum grænmetis og ávaxta tegundum og uppskriftir í bókinni grænn kostur og fljótlega á að baka pizzu úr þeirri bók ummm mjög girnileg að sjá í bókinni
svo leið dagurinn og svo sem ekkert markvert að gerast, börnin hress og hellingur að gera hjá þeim, það er leiðinlegt að geta ekki farið í gönguferðir það er bara rok og meira rok og kallt í þessari norðann átt, og ekkert sumarlegt við veðrið en aftur á móti eru garðar og blómabeð að taka við sér og er það eina sem minnir á að sumarið sé á næsta leiti
gumpurinn ætlar í bólið eftir klukkutíma og reyna að ná sér í góðan nætursvefn, svo er stefnan á ræktina í fyrramálið og njóta það sem dagurinn hefur upp á að bjóða, hafið það sem allra best og vel í nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samúðarpissukveðjur
- sit einmitt og þamba trönuberjasafa sem mér þykir ekki mjög góður. kv Birgitta
Húsmóðir, 29.4.2008 kl. 23:10
Farðu vel með þig Ágústa mín..rosalega finnst mér gaman að lesa hjá þér og geta fylgst með þínu lífi kveðja úr Norðuvörinni.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.4.2008 kl. 20:00
Gaman að lesa og fylgjast með ykkur þaðan úr Grindavík :D
Bið að heilsa Gyðu og Heiðari. þau litlu skilja það nú varla en kysstu þau ná frá mér ;* Sakna ykkar orðið svo mikið :)
Kristín Bessa (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.