28.4.2008 | 22:29
okkur boðin ný barnakerra
já það var hringt í gumpinn í hádeginu frá verkstæði verslunarinnar Ólavíu og Óliver og sagt að það væri ekki hægt að gera við kerruna það væri framleiðslu galli á þessum kerrum og þeir vildu endilega bjóða okkur svipaða kerru í staðinn nú við hjónin fórum í bæjarferð kl fjögur í dag og krílin komu með okkur en sú elsta var á fótboltaæfingu, er við komum í versluninna þá var vel tekið á móti okkur og fengum að skoða kerru sem stóð okkur til boða, bara fín kerra það fer minna fyrir henni og okkur var tjáð að það væri hægt að fá varahluti í hana ef eitthvað mundi nú bila kostaði sú kerra aðeins meira en sú sem við áttum en við áttum ekkert að borga á milli, fengum nýtt ábyrðarskírteini sem gildir í tvö ár.
nú í framhaldinu þá kíktum við í seglagerðina Ægir og þar var opið við spurðum um vagninn sem við sáum á heimasíðunni en hann var ný seldur og sölukonan sagði okkur að það væri von á hellingur af fellihýsum næstu helgi því fyrsta maí þá kæmu þau úr vetrageymslu og það yrði strax sett á heimasíðunna þeirra,svo það verður fylgst vel með næstu daganna og fellihýsi skoðuð.
annar bara allt ágætt í dag allt gengur sinn vanagang, en ekki kemur orkan sem gumpurinn bíður eftir með óþreyju en ekkert gerist ennþá það var gott að komast í ræktinna í morgun og taka vel á því undir stjórn Ásdísar og svo er bara að fara aftur í fyrramálið og taka eins vel á því og hægt er, gumpurinn á von á að vera með hassperrur í fyrramálið en það mun ekki stoppa gumpinn.
ætla að láta þetta duga í kvöld það styttist í háttinn og ekki veitir af svefninum
gumpurinn bíður ykkur góða nótt og dreymi ykkur vel
p,s.
gumpurinn vill þakka ykkur kærlega fyrir innlitinn þó svo í upphafi þá átti þetta að vera tilraun og svo vinkona ein sem býr í Hollandi gæti fylgst með okkur en svo hefur bloggið dafnað vel og það er yndislegt að heyra í ykkur sem hafa litið inn
takk kærlega aftur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æj frábært að þú fékkst nýja kerru fyrir litlu dúllurnar....
Kveðja til ykkar frá okkur í Norðuvörinni
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.4.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.