27.4.2008 | 20:39
frábærir tónleikar tónlistaskólans
við fjölsk erum búin að hafa það gott um helgina,dagurinn í gær var brösóttur fram um miðjan dag, en tónleikarnir voru mjög góðir, synd að fleiri skulu ekki koma því krakkarnir eru mjög góðir að spila á öll þessi fjölbreyttu hljóðfæri við fórum á tónleikanna í fyrra og þá var miklu meira af fólki og þá var tilkynning borin út með póstinum en ekki kom tilkynning með pósti fyrir þessa tónleika, allavega kom ekki hingað miði með pósti,svo þar liggur kannski ástæðan fyrir fámenni á tónleikunum
nú á meðan gumpurinn var á tónleikum með Gyðu Dögg þá fór bóndinn til Keflavíkur og tók krílin með sér það þurfti að ballensera dekk sem áttu að fara undir bílinn en þegar dekkin voru komin undir og halda átti til Reykjavíkur þá lét bíllinn íllum látum,en við ákvöðum að reyna að halda áleiðis og svo var allt að skána þar til við komum á brautinna þá byrjaði þetta aftur og það varð að nánast að stoppa til að hristingurinn hætti en þetta skánaði aftur og við komumst hálftíma of seint á æfinguna með Gyðu Dögg en svo gekk það mjög vel ekkert mál á sýningarþjálfunni og á meðan þá minkaði bóndinn loftin í dekkjunum og þá var fínt að keyra bílinn
þá var drifið af stað með barnakerrunna í viðgerð loksins tókst það og svo verður hringt þegar hún verður tilbúin, sá reyndar í veðurspánni áðan að það verður ekki gönguveður þessa vikunna með krílin svo þetta er bara fínt, fórum að skoða fellihýsi en allt lokað og læst fyrir kl fjögur héldum að það yrði opið til fjögur eða fimm, en við fórum þá í Hagkaup og svo var komið sér heim enda kl að verða sex og krílin orðin þreitt, þau sofnuð kl hálf átta og sú elsta kl tíu ásamt mömmu sinni en bóndinn beið eftir box útsendingu,
erum svo búin að hafa það notalegt í dag, vakna snemma,koma elstu stelpunni á fótbolta æfingu kl tíu í morgun og á meðan þá skruppum við í heimsókn til systur bóndans og mannsins hennar hér í bæ og fengum okkur kaffibolla, kíktum á formúlu í sjónvarpinu og krílin tóku sér blund,kíktum svo í heimsókn til vinafólks okkar en svo var bara frúin heima, áttum saman gott spjall og börnin voða góð á meðan, þau eru að verða húsum hæf það er hægt að sleppa af þeim hendinni án þess að vera á nálum.
það sem af er helginni þá á að kíkja á sænkann spennu þátt á ruv og svo á gamla mynd þar á eftir, bóndinn er að vinna í bílnum klára að gera han skoðunarhæfann, gumpurinn hlakkar til að takast á við vikuna sem er framundan, fara á fullt í ræktinna,hitta konurnar þar og svo konurnar sem kíkja í heimsókn í vikunni, já bara að lifa lífinu
og með þessum orðum þá bíður gumpurinn ykkur góða nótt hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel koss til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.4.2008 kl. 22:52
lolla
Ásta Björk Hermannsdóttir, 28.4.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.