24.4.2008 | 22:23
gleðilegt sumar
kæru vinir og vandamenn að venju þá heilsaði sumarið okkur með roki og rigningu en stytti svo upp er líða tók á daginn, svo er bara spáð kólnandi veðri þegar líða fer á helgina jamm svona er bara veðurfar hér á landi allaveganna hluta sumars en annars er gumpurinn bara bjartsýnn að venju og er sumarið enginn undantekning,
krílin mín fengu afhent þríhjólin sem frænka kom með og gaf þeim og þvílík gleði þegar þau vöknuðu í dag eftir blundinn og hafa þau verið mjög dugleg við að , hjóla , eða að ýta sér áfram eða hvort öðru en tóku pásu er við fórum í bíltúr, það hefði verið gaman að fara í gönguferð en kerran býður eftir viðgerð og svo þetta blessaða rok sem setti strik í reikninginn, ekki sniðugt að fara með kvefuð börn út í göngu eða út að leika, en vonandi verður hægt að prófa hjólin sem fyrst, það er meira að segja gert ráð fyrir stöng aftan á hjólunum og ætlar bóndinn að útbúa svoleiðis
svo ætlum við hjónin að fá okkur hjól og vagn aftann í hjól sem börnin geta verið í, en fyrst er stækkun herbergisins sem fer að bresta á samkvæmt áætlun þá er ca vika til hálfur mán þangað til.
það er nú meira hvað þessir dagar rugla gumpinn , frí ekki frí frí ekki frí , í dag var gumpurinn með það á hreinu að það væri sunnudagur og nefndi við bónda sinn að í fyrramálið þá ætti gumpurinn tíma hjá höfuð,beina og spjaldshrygg... konunni, en komst svo að því að það kæmi nú fyrst föstudagur og svo helginn jamm þetta er bara eitt af dæmum gumpsins sem dynur jafn og þétt yfir daglega en það er bara allt í lagi , ennþá, og ekki hlotist neinn skaði ekki svo gumpurinn viti til.
svo á morun föstudag þá byrjar morguninn á því að kl rétt rúmlega átta þá fara krílin okkar í tveggja og háls árs skoðun hjá hjúkrunarkonu og verður því gaman að sjá hvað hefur gerst á einu ári
svo fara þau á leikskólann og gumpurinn stefnir á að fara í orkubúið og sprikla þar í smástund og dúllast svo fram að hádegi, ætla að láta þetta nægja í kvöld
gumpurinn bíður ykkur góða nótt og sofið vonandi vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.