þær eru svo miklar prinsessur

sagði þjálfarinn stelpnanna í fótboltanum er við höfðum samband við hann í gær til að láta hann vita að Gyða Dögg mundi spila æfingaleikinn í dag í sínum flokki og þær áttu að spila í Fífunni í Kópavogi, það var einnig rætt um áhugann og getu á æfingunum og ekki vantaði það hjá Gyðu Dögg en styrkurinn er fljótur að koma svo er hún með forystutakta við hinar stelpurnar en þjálfarinn segir að þetta sé allt í lagi þær þurfa meiri ákveðni eru varkárar og svo miklar prinsessur í sér Joyful

svo í dag eftir að krílin höfðu lagt sig þá fórum við í bæjarferð kl rúmlega þrjú, ætluðum fyrst í Elko og fengum síma fyrir stelpunna , gamli síminn hennar gufaði upp í herberginu hennar á sunnudaginn , það er búið að snúa öllu við mörgum sinnum en ekki finnst síminn svo við keiftum síma og fengum einning nýtt kort með númerinu hennar, svo var skellt sér í Fífuna á leikinn,krílin okkar höfðu gaman af hliðar hlaupa brautinni og nýttu hana í ca hálf tíma þá var þreitan farin að segja til sín og fyrri leikurinn hjá stelpunum ekki alveg búin, en mamman fór í bílinn með krílin og gæddu þau sér á mjólk og Hipp kexi , barna kexi , og horfðu á dvd mynd, og á meðan þá horfði pabbi þeirra á seinni leikinn,hver leikur var í 20 mín og spiluðu þær tvisvar þær mín, síðan brunuðum við af stað heim með við komu í Bónus, komum heim á slaginu kl sjö og það mátti ekki seinna vera börnin frekar lúin, fundin til kvöldmatur og svo 40 mín síðar þá lokuðust herbergis hurðirnar og ekkert hefur heyrst síðan í þeim Happy

Gyða Dögg varð eftir í bænum það áttu eftir að spila tvo leiki í við bót hinar stelpurnar því stelpunum var skift í þrjá hópa og svo fóru allir á matsölustað en daman var að koma inn úr dyrunum og er fjarska glöð eftir daginn, bóndinn er í vinnu , sjálfboðavinnu í björgunarbátnum það er föst vinna á miðvikudagskvöldum á meðan verið er að gera bátinn klárann.

ekki er nein breyting á þreytu gumpsins þó svo það sé búið að innbyrða rautt eðal gingsen í viku og það er verið á  tvisvar þrjár töflur,sterkum kúr kannski þarf þó nokkurn tíma fyrir svona þreyttan líkama til að ná upp orku en ef ekkert gerist eftir það pakkinn klárist það eru 100 töflur að þá er spurning um að gera eitthvað annað Undecided það kemur bara í ljós

á morgunn sumardaginn fyrsta ætlum við að hafa það skemtilegt á frídeginum gumpurinn á von á heimsókn fyrir hádegi það er ein frænka sem ætlar að gefa krílunum mínum þríhjól frá hennar tvíburum og eru aðrir þar á undan búin að nota hjólin, hún hélt að hjólin væru alla vega níu ára en ekkert að þeim, það er gott að fá bæði föt og ýmislegt fyrir lítið eða gefins það munar mikið um það að þurfa ekki að kaupa þetta allt saman svo við erum mjög sátt Smile

það er komin tími á sturtu og svo hreint utan um sængurnar og koddanna og svo upp í rúm og rotast vonandi þar til í fyrramálið svo nú ætlar gumpurinn að kveðja

hafið það notalegt og njótið lífsins

góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband