20.4.2008 | 20:56
að njóta lífsins í botni
það er bara búið að vera fín helgi dagurinn í gær fór reyndar ekki alveg eins og við vorum búin að plana ætluðum í bæjarferð með barna kerruna í viðgerð en bóndinn var að vinna til hálf þrjú og svo var matarboðið hjá teindó kl þrjú svo bæjarferðin verður að bíða betri tíma, það var boðið upp á grillað lambalæri heimakryddað ásamt graslaukssósu, karteflusalat og ávaxtasalat allt saman voða gott og ís og kaffi í eftirrétt komum svo heim kl að verða hálf sex, börnin voða þreytt gátu lítið sofið blundin sem þau taka eftir hádegi það var verið að taka niður eldhúsinnréttingu á neðri hæðinni með tilheyrandi hljóðum og sama í dag nema það var verið að brjóta niður vegg, svo bæði kvöldin hafa börnin verið sofnuð kl sjö,
í morgun þurfti bóndinn að vinna og fór Sölvi Örn með honum í vörubíl þeir fóru ferð austur á Eyrabakka að ná í fjörusand fyrir nýja fótbolta , íþróttahúsið , og brosið hvarf ekki af stráknum allan tímann eða þessa rúma þrjá tíma sem ferðin tók, við stelpurnar sem voru heima plús ein frænka sem gisti og ein frænka sem kom í heimsókn í morgun höfðum það bara fínt, Bríeti var boðið að vera með stóru stelpunum í Litle Petsop leik það var spennandi fyrst en eins og vanalega þá stoppar hún stutt við í leik,
fengum heimsókn í dag foreldrar frænkunar sem gisti ,systir bóndans,maður hennar og sonur, komu og var þeim boðið upp á vítamín köku, þessa sem gumpurinn prófaði að baka fyrir viku síðan en hún var etin með bestu list, svo það var önnur bökuð og hún etin upp til agna á stuttum tíma, gumpurinn fékk hrós fyrir góða og holla köku jamm svona voru viðbrögð gumpsins
og er frændfólkið yfirgaf okkur þá voru börnin drifin í bað og fengu kvöldmat og sofnuð kl sjö, en í gærkveldi þá ákvað gumpurinn eftir að hafa horft á spaugstofuna að skúra stofu,hol,baðherbergi og eldhús ekki veitti af þetta tók klukkutíma og kl tíu þá fór gumpurinn í bólið og rotaðist, bóndinn var að vinna frameftir kvöldi og gumpurinn bara lúin svo þetta var bara eina vitið að það gekk vel þar til hálf fjögur þá vaknaði Sölvi hann var þyrstur og vildi drekka svo fann hann ekki bangsa og snuddu en hann sofnaði fljótt en gumpurinn klukkutíma seinna en börnin vöknuðu svo rétt rúmlega sex í morgun búin að sofa vel og voru bara hress og sem betur fer þá sofnaði gumpurinn snemma því það var fjör eða það er alltaf fjör
í fyrramálið á gumpurinn pantaðann fyrsta tímann hjá höfuð,beina og spjaldhryggs...og vonandi verður líðan betri alla vega er gumpurinn bjartsýnn, eftir þann tíma koma tvær hressar konur í heimsókn, þær sömu og fyrir viku, í spjall og smakka á smáhollustu
gumpurinn er að horfa á nýja sænska spennu þáttaröð á ruv og svo ætlar gumpurinn fljótlega í háttinn, stefnir á að fara í ræktina kl sex í fyrramálið ef nóttin verður ekki vöku nótt
ætla að fara að blanda mér í glas sem saman stendur ag soðnu vatni og calm fyrir svefn
hafið það nú sem allra best og látið ykkur líða vel lífið getur verið svo gott njótum þess
góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.