18.4.2008 | 22:52
rautt eðal gingsen tekið í notkun
enn ein andvöku nóttin kl rúmlega hálf fjögur vaknar Bríet við hóstakast og upp stekkur mamma hennar og tekur hana upp og ætlar með hana fram en nær ekki nema að herbergishurðinni og þá endar hóstakastið á að Bríet jamm gubbar yfir mömmu sína, ekkert á sig en smá á gólfið.
svo pabbinn tók við henni og hlúaði að henni á meðan mamman þreif gólfið og skellti sér svo í sturtu ekki verra að sturta sig tvisvar með sex tíma millibili ætti að vera nokkuð hrein og ilmaði af body kremi eftir sturtuna, svo sofnaði sú stutta fljótlega en eftir ca rúman hálftíma þá byrjaði hún aftur að hósta og mamman var tilbúin með skál og það heppnaðist að skálin tók við gubbinu, svo svaf stelpan til kl að verða sjö í morgun en þá vaknaði Sölvi og kallaði og vakti restina af fjölsk,en pabbinn fór fram með börnin og leifði mömmunni að sofa til hálf átta, notalegt
kl átta þá hringdum við á HHS og fengum tíma í röngen fyrir börnin strax,við brunuðum og það var tekið vel á móti okkur, og allfaf vekja tvíburar athygli og sérstaklega að þau þurfa bæði að nýta sömu læknis þjónustu á sama tíma og það gerist nánast alltaf, það gekk vel að mynda Sölva en Bríet öskraði eins og ljón en stelpurnar á deildinni eru frábærar þær einhvernveginn fóru svo mjúklega og hratt að þetta tók stuttan tíma, svo voru verðlaun í boði karfa með fullt af smádóti og börnin völdu sér bæði stórar og þykkar blöðrur og voru voða ánægð með þær ekki tilviljun að þau velji sér það sama.
þegar heim var komið þá mátti pabbi þeirra blása frekar kröftulega í blöðrurnar og binda fyrir svo hafa þær verið mikið notaðar, setið á þeim,bitið í þær og notaðar sem fótbolti veit ekki hvað þær þola svona meðferð lengi en þær eru uppáhaldsleik fangið eins og er, svo er nýr leikur hjá börnunum, þau keyra hvort öðru í stórri dúkku kerru breiða teppi yfir og svo er gefið að borða og drekka og gefið snudda og peli allt dúkkudót nema snuddan, það er gaman að fylgjast með þeim í þessum leik hlusta á spjallið á milli þeirra ekki vildi gumpurinn missa af þessu,á oft erfitt með að skella ekki upp úr en lætur sér nægja að brosa út í annað.
í dag fórum við svo í stutta göngu það var bara fínt, svo ar eldaður steiktur fiskur og karteflur í kvöldmat, borið fram með fersku salati börnin svo sofnuð hálf átta, það styttist í að við hjónin höllum okkur, en bóndinn færði konu sinni rautt eðal gingsen að ósk konunar því orkan er lítil og virðist ekkert aukast þrátt fyrir að ýmis ráð hafa verið prufuð, svo nú spyr gumpurinn ykkur ,hafið þið reynslu af þessu gingseni ? svar óskast
ætli þetta sé ekki gott í kvöld það er að koma tími á svefn, vona nú að það verði róleg nótt og að fjölsk sofi í alla nótt
látið ykkur líða vel og góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætla ekki að draga úr þér með þetta rauða, en það virkaði alveg öfugt á mig. Hefði getað sofið 20 tíma á sólarhring og var endalaust þreytt. ( Var í mikilli verkefna og prófatörn í skólanum á Bifröst þegar þetta var )
EN.......... þekki hins vegar mun fleiri sem fóru í ofvirkan gír, voru útsofnir eftir 4 tíma nætursvefn og svo framvegis. Vona að það verði raunin hjá þér
Sofðu rótt í alla nótt
Húsmóðir, 19.4.2008 kl. 13:37
Hef aldrey prufað þetta svo ég gef engin ráð....vona að þetta gefi þér meiri orku.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.4.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.