17.4.2008 | 20:46
hittum barnalæknirinn í dag og fengum háan lyfja reikning
krílin ekki tilbúin að sofa lengur en til kl sex á morgnanna það sannaðist bara í morgun en nóttin sem leið þá svaf Sölvi nema þegar Bríet vaknaði rúmlega hálf þrjú í nótt ekki gubbupest heldur gubbaði hún af völdum hóstakasts ekki mikið en samt að það þurfti að skifta um lak og sæng en sem betur fer þá er til auka barnasæng það tók svo klukkutíma fyrir hana að sofna aftur svo í morgun rúmlega kl sex þá gerðist það sama aftur hóstakast og gubbað, hún var eitthvað slöpp og vildi ekkert borða bara drekka aðeins og kúra en ekki með hita en hrestist svo er líða tók á daginn,hún var heima í morgun ásamt Sölva hann er hress og greinilega búin að jafna sig, Gyða Dögg var heima í morgun hún fær stundum magaverki og eftir afmæli í gær þá fékk hún sér lítið af einhverju sem fór ílla í hana,
svo í dag var loksins komin sá dagur að hitta barnalæknirinn,hann skoðaði þau vel og vandlega,oðnæmiskerfi þeirra er frekar veikt,það er helling ofan í þeim, en eyru fín og á morgun fara þau í röntgenmyndatöku af höfði,andliti,brjósthol og lungum, þau fengu nýtt púst og svo nefúða sem er gefið við frjókorna oðnæmis.en læknirinn var ánægður hvað þau litu vel út og það er stór plús þrátt fyrir öll veikindin, svo þarf ennþá að passa útiveruna þar til það hlýnar verulega,
fórum svo í apotekið að ná í lyfin og kostuðu þau rétt rúmlega tíu þúsund vá ekkert smáaurar þar, svo komum við til Sollu systir í einn kaffibolla og smá spjall hún gaf Gyðu Dögg föt af Ragnheiði það kemur sér vel og vorum svo komin heim kl sex, bóndinn fór í vinnu í klukkutíma, kvöldmaturinn saman stóð af kjötbollum og karteflumús allt heimatilbúið og mjög gott, börnin sofnuð rúmlega hálf átta og bóndinn aftur í vinnu ætlaði að koma heim eftir klukkutíma vinnu en við Gyða Dögg erum að horfa á skólahreysti það heillar okkur mikið og ætlar Gyða Dögg að taka þátt ef þetta verður ennþá þegar hún hefur aldur til og hún er búin að vera að æfa sumar af greinunum sem krakkarnir gera.
vona að það verði róleg nótt framundan og börnin komist í skóla og leikskóla á morgun, jamm svona var nú þessi dagur í lífi fjölskildunar, sem sagt framundan aftur ferð til Keflavíkur á morgun og á laugardaginn er okkur boðið í mat til teindamömmu, hún átti afmæli á miðvikudaginn og það er boðið börnum,teindabörnum og barnabörnum í mat, veit af margra ára reynslu að enginn verður svikin af þeirri veislu
ætlum svo að hafa það notalegt um helgina,
hafið það gott og látið ykkur líða vel
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æj krílinn...vona að þetta fari að lagast svo allir geti leikið hressir og kátir í sumar...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.4.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.