það mætti halda að við værum með gubbupest í áskrift

já þannig endaði gærkvöldið við hjónin vorum snemma sofnuð kl hálf ellefu og 40 mín seinna vöknum við að Sölvi kallar og er hann þá búin að Sick gubba allt út, hann var drifin í kattarþvott og hrein náttföt og kúrði svo í pabba fangi á meðan mamma hans byrjaði á hreingerningunum þvílík lykt ekki gott að gubba skyri svo var sett í þvottavél en á meðan þá gubbaði Sölvi aftur og aftur og aftur hann ætlaði ekkert að hætta það var því ákveðið að annað okkar tæki vaktina með Sölva inni í stofu og mamman tók fyrstu vakt,Sölvi var á dálitlu flakki fyrst í sófanum sem var vel búin út af handklæðum og svo í lazeboystólnum hjá mömmu sinni,

lítið sem ekkert sofið hjá mömmunni en Sölvi náði að sofa á milli sem hann gubbaði svo kl hálf fjögur þá tók pabbinn við , það gekk aðeins betur með Sölva seinni hlutar nætur hann fékkst til að drekka aðeins

svo var úr að stelpurnar fóru í skóla og leikskóla og mamman með Sölva heima þegar pabbinn var búin að fara með Bríeti og við veifuðum honum út um eldhúsgluggann þá kom líka þessi svaka gusa frá Sölva yfir allann gluggann, ofan í blómapotta og bara út um allt, en mikið rosalega leið honum vel á eftir, en hann hafði fundið glas með vatni og þambað það og appelsínusafa svo nú varð gumpurinn sem var mjög lúin að byrja á vorhreingerningu byrjaði aðeins í gær á eldhúsinu og ætlaði að gera þetta smátt og smátt en sá hluti slapp sem var þrifið í gær, Sölvi hinn rólegasti vildi fá lgg plús og gumpurinn tók hálfa ógleðistöflu og setti í og það virkaði vel svo mátti hann fá seinni helminginn tólf tímum seinna, það passaði hann gubbaði ekkert í dag var slappur og með dálítinn hita en borðaði smátt og smátt.

hann gubbaði svo rúmlega sjö í kvöld ekki með hita en lyktinn af honum ekki góð svo hann fór í stutt bað með systur sinni og var hress með það, ekki gekk vel að koma töflunni í hann en að lokum þá fékk hann lítinn pela með blöndu að lgg plús, smá mjólk og smá heitt vatn og ekkert hefur heyrst frá honum ennþá en honum þótti mjólkin skrítin á bragið í pelanum Undecided vonum að allt fari á besta veg í nótt en á morgun förum við til Keflavíkur að hitta barnalæknirinn,

gumpurinn ætlar ekki fyrr í bólið en kl hálf elefu þrátt fyrir mikla þreytu en ætla að láta þetta duga í kvöld

góða nótt og Sleeping vonandi vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband