15.4.2008 | 21:29
tvö augu eru sama og tvö augu
þetta var nú meiri nóttin sú síðasta, gumpurinn prófaði að sleppa teinu og calmin og það er greinilega að það virkar því nóttin var ekki góð,gumpurinn vaknaði mjög oft og var andvaka þess á milli en sofnaði smá, en fór á fætur korter í sjö í morgun, þá vöknuðu börnin og hress að vanda eftir að allir fjölskildumeðlimir höfðu farið að heiman nema gumpurinn sem gekk frá eftir morgunmatinn og vaskaði upp ,bjó um rúm og opnaði betur glugga þá var vítamínkakan tekin úr ísskápnum og jurtarjómi þeyttur og svo var smá rjómi settur í pott ásamt 55 prósent súkkulaði og brætt saman sett á kökuna svo rjómi og svo bananni,bláber og smá af rjómasúkkulaði blöndunni yfir leit mjög girnilega út
upp úr kl níu þá kom önnur konan í heimsókn en sú seinni rúmlega hálftíma seinna, við komum okkur vel fyrir inni í stofu með kökuna og kaffið og mikið óskaplega smakkaðist kakan vel úr ekki miklu eða merkilegu hráefni,og ekki verra að hún var holl, við spjölluðum vel saman, gáfum ráð og deildum reynslu hlustuðum á íslenska tónlist,Hvanndalsbræður,Ljótu hálfvitanna og Vilhjálm Vilhjálmsson, sem sagt góð stund, stefnum á að hittast aftur fljótlega,
börnin sofnuðu fljótlega eftir að heim var komið úr leikskólanum og Sölvi svaf til kl að verða hálf tvö og Bríet til kl að verða hálf þrjú gumpurinn hlustaði á Vilhjálm á meðan börnin sváfu það var notalegt og eftir að Sölvi vaknaði þá kúrði hann hjá mömmu sinni og hlustaði á Vilhjálm, lét fara vel um sig ásamt mömmu sinni
börnin voru nokkuð hress í dag og fór vel á milli þeirra þau eru farin að leika mikið af hlutverkjaleikjum og það er gaman að fylgjast með þeim, bóndinn kom heim kl sex og börnin voða glöð, stuttu seinna hringdi litla systir og spjallaði við gumpinn í hálftíma það var gott að heyra í henni og á meðan þá gaf pabbinn börnunum skyr með rjóma og fór það vel í þau það er einu sinni í viku sem haft er skyr í kvöldmat, svo voru börnin sofnuð hálf átta
og aldrei þessu vant þá er bóndinn heima í kvöld
það er staðreind að betur sjá tvö augu en tvö augu en gumpurinn var búin að snúa öllu við í fataskápnum og leitaði að flík sem hefur ekki sést í tvo til þrjá mánuði en svo leit bóndinn í skápinn og það fyrsta sem hann sá var þessi flík og hann er ekki lítið búin að stríða kellu sinni á þessu sumir hlutir bara kverfa og svo birtist hluturinn eins og ekkert hafi gerst, kannski eftir þvílíkt langann tíma já veröldin er skrítin
gumpurinn kveður með því að bjóða ykkur góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.