13.4.2008 | 22:12
góður endir á helginni, bæjarferð og ýmisleg
krílin mín sváfu til hálf sjö í morgun já það munar um hálftímann krílin voru mjög hress og eftir bleyjuskifti fengu þau sér morgunmat og kíktu á mynd, stuttu seinna vaknaði elsta stelpan og hún leit eftir þeim á meðan mamman kúrði aðeins, eftir að allir höfðu farið á fætur þá var kíkt í heimsókn á skipastíginn til afa og ömmu, þeim var fært gott bakkelsi og eftir hádegi þá var kíkt í bæinn og farið í bónus, en við mæðgurnar tókum innkaupin að okkur bóndinn var með yngstu börnin í bílnum Bríet Anna svaf og Sölvi Örn var ekki sofnaður,
gumpurinn finnur að matarkarfan hefur hækkað það er lítið breytt innkaupin nánast það sama, en það munar um ca þrjú þús á matarkörfunni, svo var ákveðið að kíkja í ikea það vantar næturljós í herbergi Gyðu Daggar er við vorum búin að rölta smá stund þá mætum við vinkonu hún reyndar tók fyrst eftir börnunum vorum aðeins að stríða henni á því augnafókusinn hennar er neðar en hjá okkur, en hún tók því nú bara létt það var gott að sjá hana það var orðið nokkuð langt síðan,
við fundum næturljósið, tvær kisubangsa , eins og börnin segja , og tréáhöld í eldhúsið svo var drifið af stað heim og Sölvi Örn svaf á heimleið, en vorum komin heim um kl þrjú, bóndinn fór í vinnu til kl að verða hálf sjö og gumpurinn heima með börn og bú, þau voru að vanda í stuði en samt að kíta dálítið, heyrði í Helgu systir hún var að koma úr bænum ásamt Ástu frænku og voru bara eldhressar en gumpurinn náði að undirbúa kvöldmat, í boði var steikt slátur en börnin óskuðu eftir því en það var líka í boði kjúkklingabringur skornar í tvennt og smurt með hvítlauk og smjöri og svo piparostasneiðar á milli bringanna svo sett í eldfast mót eftir að hafa beðið í einn og hálfann tíma, svo í ofni í klukkutíma og með þessu var karteflur í strimlum ásamt brokkolí og gulrætum allt saman í pott og gufusoðið og mikið rosalega var þetta allt saman gott allaveganna var mikið borðað og allir ánægðir
börnin sofnuð hálf átta og bóndinn aftur í vinnu hann þurfti að fara í bæjarferð, vildi frekar fara í kvöld en mjög snemma í fyrramálið, hann ætlaði að vera fljótur vera komin aftur hálf tíu en tafðist hann fer fljótlega að koma heim, en á meðan horfði gumpurinn á síðasta þáttinn af mannaveiðum og góð spenna og ýmis óvænt kom í ljós er samt að horfa aftur á þáttinn á plúsnum ruv, gumpurinn mjög ánægður með sakamálaséríuna sem var að taka enda, íslendingar geta búið til góðar myndir og þætti.
heiri að bóndinn er að renna í hlað það passar þátturinn er alveg að fara að klárast, í fyrramálið ætlar gumpurinn í ræktina strax og börnin eru farin í skóla og leikskóla, og svo að fá tíma hjá homopate, höfuð, beina og spjaldhrygg, gumpurinn þekkir góða konu hér í bæ sú kona meðhömdlaði Sölva frá því hann var mánaðar gamall og í ca ár og það hálpaði með ymislegt sem var að hrjá hann, svo hefur gumpurinn einu sinni farið til hennar þegar börnin voru á fyrsta ári og það var mjög gott já sofnaði hjá henni í ca klukkutíma og hlakka mikið til að hitta hana aftur
ætli þetta dugir ekki í kvöld, ætla fljótlega að fara í háttinn á eftir að fá sér calmin í heitt vatn
góða nótt og dreymi ykkur vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir síðast ( í Ikea áðan, ha ha ha ) ERtu til í að senda mér tölvupóst með nafni og símanúmeri á höfuð beina og spjaldhryggjarkonunni við tækifæri !
Húsmóðir, 13.4.2008 kl. 22:34
Blessuð...rambaði hér inn alltaf gaman að sjá einhverja sem maður þekkir.....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.4.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.