12.4.2008 | 20:52
gaman saman hjá systkinunum eða hitt þó heldur
kl 5,45 í morgun vaknaði Bríet Anna ig mamma hennar var ekki á móti því að lengur og bað því Bríeti hvort hún vildi ekki sofa aðeins lengur hún lagðist niður og spjallaði lagt við bangsanna og dúkkuna sem voru í rúminu hennar en adam var ekki lengi í paradís því tuttugu mín seinna vaknaði Sölvi Örn svo þá varð hin þreitta mamma að koma sér framúr bólinu, börnin voða hress og fengu nýja bleyju eftir koppaferð ekki pissusetuslóset mátað þann morguninn, svo fengu þau sér mjólk í glas og cheerios í skál og kíktu á Bubba byggir þegar kl nálgaðist sjö og börnin voða róleg þá læddist gumpurinn upp í rúm og lá notalega vakandi var samt mjög lúin þrátt fyrir að hafa farið að sofa kl ellefu en að venju þá vaknaði gumpurinn oft og þar af leiðandi truflar og slítur svefninn en svo er mikil uppsöfnuð þreita en það virkar fínt pukka teið og calm fyrir svefninn en það tekur sinn tíma að vinna sig útúr svefnleysisvítahring
en dagurinn var erfiður hér heima börnin spinnigal voru reyndar góð fram að hádegi amma þeirra kíkti í smástund áður en hún fór í bæjarferð henni var boðið upp á orkubita og knús og koss,en Sölvi náði að stelast í smáblund kl ellefu á meðan Gyða Dögg lærði í heimavinnunni með aðstoð mömmu sinnar og þá sofnaði hann ekki eftir hádegi eins og systir hans sem svaf í tvo tíma, og voru mikil rifrildi,togað í hár,hrinda og svo mikið grátið og klagað á milli þeirra systkinna rifist um sama hlutinn eða um allt sem þau voru með svo að um kl fjögur þá hringdi gumpurinn örmagna í bónda sinn sem var að gera við fyrir vinnuna og spurði hvort það væri möguleiki að hann kæmi heim og sagði honum atburði dagsins
jú ekkert mál hann dreif sig heim og um leið og hann birtist þá datt allt í dúnalogn á heimilinu, í því hringdi síminn og þar var Kristín litla systir það var gott að heyra í henni hún spyr alltaf hvernig fjölsk hafi það, mikið óskaplega sakna gumpurinn að hafa ekki litlu systur sína nálægt og sjá hana svo sjaldan erum óskaplega nánar
nú við drifum í gönguferð með börnin og þau vildu fara í búðina og kaupa mjólk og mat eins og þau sögðu, það mætti halda að þau færu ekki í göngu nema að fara í búðina en svo er nú ekki,og við fórum í búðina og keiftum í kvöldmatinn, og í boði var lagsanja heimatilbúið með fersku grænmeti og brauði, tókum auka hring á leið heim og það passaði að byrja að elda er við komum heim
börnin voru svo sofnuð kl hálf átta þá fór bóndinn aftur að vinna og gumpurinn horfði auðvitað á spaugstofuna og ekki verður maður svikin af spaugstofunni svo er verið að horfa á söngkeppni framhaldskólanna og bara nokkuð gott sem komið er, svo verður að halda áfram að hafa sama svefntíma til að koma svefni á réttann kjöl
annars er heilsan seint að koma hjá krílunum og gumpinum en Gyða Dögg og bóndinn eru hress en þetta kemur allt saman fyrir sumarið vonandi, læt þetta nægja í kvöld,hafið það sem allra best og farið hægt um gleðinar dyr þið sem eru á djammskónum
kv gumpurinn
p,s.
takk fyrir commetið Ásta frænka stefnum að fleirum nýjum breytingum
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hey ég commenta bara endalaust sko hehe....kv yfir götuna..já og grasið líka
Ásta Björk Hermannsdóttir, 13.4.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.