9.4.2008 | 21:19
lúin bæði andlega og líkamlega
þetta var nú meiri dagurinn í dag hófst að venju eldsnemma í morgun, börnin vöknuðu rétt rúmlega kl sex en sú elsta var vakin kl sjö, bóndinn kom heim kl hálf eitt sl. nótt eftir að hafa farið í björgunarleiðangur á björgunarbátnum, nú er börnin voru farin í skóla og leikskóla þá fór gumpurinn í Orkubúið og byrjaði létt á fjölþjálfanum en hætti eftir tuttugu mín, gumpinum leið ekki vel andlega seð, það er nefninlega það með gumpinn að tilfinninga hliðin er brothætt og þegar upp koma umræður sem snetra gumpinn svona að þá er betra að fara bara heim og reyna að láta sér líða vel en ekki hefur það tekist voða vel en þetta kemur vonandi fljótt.
bauð Ástu frænku í heimsókn og ræddum saman gagn og nauðsynjar og höfðum gaman af svo voru börnin sótt í leikskólann og voru mjög fljót að sofna og sváfu til kl tvö.
nú börnin voru mjög dugleg við leik í dag reyndar á þvílíku farti að gumpurinn var mjög svo lúin þegar líða tók á seinni hluta dagsins og þá einmitt er tíminn lengi að líða svo átti gumpurinn í vandræðum með að halda sér vakandi þrátt fyrir fyrirferðina í börnunum.
en hafði það af og eldaði heilann kjúkkling og gerði auðvelt karteflugratín með, sem sagt kjúkklingur kryddaður með góðu kryddi og sett í eldfast mót eða á rafmagnspönnu í tvo tíma, karteflur í rifjárn skolaðar vel og sett í pott með sigti vatn í pottinn en ekki þannig að það nái upp í karteflurnar, svo skorið niður blómkál og brokkoli og bætt út í karteflurnar, þegar suðan er komin upp þá stillt á minnsta hita í korter þá er ostur skorinn smátt og yfir svo töfrakrydd, eftir smástund tilbúið mjög gott
nú börnin þau yngstu sofnuð fyrir kl átta en sú elsta er að koma sér í rúmið, bóndinn að vinna í björgunarbátnum eitthvað fram á kvöld, og gumpurinn ætlar að fá sér Pukka te í heitu vatni og svo calm í heitu vatni virkar vel fyrir svefninn, ætla í bólið kl hálf ellefu
stefnan er að fara í Orkubúið í fyrramálið í smástund, ætla að láta fylgja smá hugleiðing í lokin
ekki dæma einstaklinga eftir áliti annara td. kjaftasögur geta verið mjög særandi, gefðu tækifæri því fyrstu kynni gefa ekki endilega endanlega útkomu á einstaklingnum, svo er frjálst að hafa skoðanir á lífinu og tilverunni en muna samt að sumt er betra að hafa út af fyrir sig, komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig, já það má vel vera að þetta sé óttaleg klisja en þessu varð gumpurinn að koma frá sér
hafið það sem allra best og gumpurinn sendir til ykkur
góða nótt og látið ykkur líða vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.