7.4.2008 | 21:20
naut þess að komast út í gönguferð
dagur að kveldi komin hjá gumpinum og fjölsk, og börnin sofnuð fyrir átta og ekkert mál þau hafa sofið s,l. þrjár nætur án þess að vakna en vakna að venju kl sex til hálf sjö á morgnanna það er í góðu lagi bara að þau sofi alla nóttina, en gumpurinn vaknar oft en er ekki lengur andvaka síðan heitt vatn með calmin og pukka te fyrir svefninn s,l. fjögur kvöld það á að virka sem slökun fyrir líkamann gott fyrir vöðva.
börnin fóru í skóla og leikskóla í morgun og bóndinn í vinnu, svo kl hálf níu þá dreif gumpurinn sér í ræktina niður í Orkubúinu og byrjaði rólega á fjölþjálfanum tuttugu mín í byrjun en eftir ca tíu mín þá byrjaði hóstinn og svo sviminn og yfirliðstilfinning en gumpurinn kláraði tuttugu mín en var svo ráðlagt að fara heim og prufa aftur í fyrramálið
þegar gumpurinn hafði jafnað sig og borðað þá var Ásta frænka heimsótt bara rétt fyrir ofan okkar heimili, henni vantaði tímaæfingarnar fyrir fótboltann hjá 6 flokk elsta stelpan hennar ætlar að byrja að æfa fótbota, við fengum okkur kaffibolla úr nýju bollunum hennar og að venju þá skorti okkur ekki umræðuefnið
eftir að börnin voru búin að sofa eftir hádegi,Sölvi svaf til tíu mín yfir tvö og Bríet til tvö, þá kom matarlistinn hún er sem betur fer að aukast og kl að verða þrjú þá fórum við í gönguferð þau í kuldagallana og í kerruna með plast það kom rigning en það var átta stiga hiti úti loksins var hægt að fara í gönguferð, Ásta frænka ásamt yngri dóttur sinni og svo strákur sem hún passar eftir leikskóla röltu með okkur við komum við í búðinni og keiftum okkur fisk sem var svo í kvöldmatinn, héldum áfram göngu til kl fjögur það var að komast út
litla systir hringdi svo og áttum við gott spjall ætlum að heyrast betur í kvöld, erum búin að vera að fara yfir ýmislegt sem er búið að vera í geymslu erum að flokka og losa við sem er ekki notað, t,d. er Gyða Dögg að fara yfir dótið sitt og það sem er ekki notað lengur fær að bíða betri tíma uppi á háalofti.
erum búin að gróf reikna út hvað kostar að taka niður millivegg og búa til annan sem stækkar litla súðherbergið, parket og málning ca 40 til 50 þús ennþá er stefnann að byrja fyrstu helgina í maí þetta á ekki að taka meira en helgi að skifta um vegg og svo vikan á eftir að klára að mála og parketleggja það verður duglegt fólk sem ætlar að demba sér í þessa vinnu
ætlar að láta þetta duga í kvöld,
hafið það sem allra best og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða það er alveg hægt að gera gott úr því sem maður hefur það eru svo margir sem hafa ömurlegt líf en líka margir sem gera gott úr því
gumpurinn bíður ykkur góða nótt og dreymi ykkur vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.